Monday, December 17, 2007

Robin Hood

"Am I surprised? Here is a clue; No." sagði Skerfarinn í Nottingham við Gisborne. "Women, lepers, you remember?"

The Fourth Estate, DC

Er ad springa, var ad koma tadan, fra fjorda valdinu. Stadurinn er a efstu haed National Press Building sem m.a. hysir margan frettamanninn, skrifstofur felagasamtaka teirra og svo leyniklubb teirra sem og memebers only veitingastad teirra, frettamanna. I gegnum einhver sambond eda kliku, eda slakari reglur i seinni tid; attum vid pantad bord i hadeiginu - vid verandi yfirdomarinn, adstodarmenn hans og eg.

Stadurinn er skemmtilegur, ekki bara vegna tess ad erfitt er ad finna hann og fatt um manninn, heldur vegna andrumslofts sem tarna rikir, vinalegs starfsfolks og fyrsta flokks luxus i bordbunadi.

Maturinn var godur, mikill og godur. At tunfisksteik i adalrett og er enn ad smjatta a eftirbragdinu. Espresso'inn var hinsvegar ekkert serstakru sem tekinn var eftir matinn, geta vel baett kaffirgerd sina. Annad vel tess virdi.

Tuesday, December 11, 2007

Sushi Train & Tapas, DC

Datt inn á sushi lest sælla minninga frá skóladögum í Japan - ekki beinlínis það sama, aðeins mikið dýrara og verra. Sakna Japan. 

Staður þessi var sorglegur, litir vondir, tónlist ósmekkleg, hugmyndin bakvið sambland of sushi stað og tapas stað er undarleg og átti enga von á að ganga upp þarna, bara sushi á lestinni og menn þurftu annað innar á bakvið, inn af klósettunum, til að finna önnur sæti til að panta af seðli tapas, og þjónusta hræðileg þótt starfsmenn margir og kúnnar fáir. Gordon, vinur minn, Ramsey gæti ekki einu sinni bjargað þessum hörmungum - aldrei aftur þangað.

Monday, December 10, 2007

DC

"Never Marry, Gisborne" sagði Skerfarinn í Nottingham "Keep them at an arms length, as if lepers"

Monday, December 3, 2007

Old Ebbit Grill

Fyrsta daginn i DC baud domarinn sem eg er ad vinna hja mer ut ad borda. Forum i hadeiginu a stad rett vid skrifstofuna asamt hans "legal clerks". Old Ebbit Grill er stadur tar sem forsetar Bandarikjanna hafa snaett sidan George Washington var vid stjornarvolinn, var mer sagt. Mjog vinseall stadur gegnt fjarmalaradinu sem er eins og kunnugir vita, vid hlid hvita hussins.

Maturinn totti mer ekkert spes, lendi i krabbaboku med saetkartoflum og sosu, saemilegt en ekki mikid meira an tad. Ennta ekki buinn ad smakka neitt storfenglegt i DC, margt allt i lagi, ekkert vont en ekkert storkostlegt heldur.

Saturday, November 24, 2007

Heima í Billyburg

Þakkargjörðardagurinn var haldinn hátíðlegur þann 22. nóvember síðastliðinn. Undirritaður eldaði kalkún með öllu fyrir fimm. Hrikalega gott þótt ég segi sjálfur frá. Nammi namm.

Wednesday, November 21, 2007

Pierre Marcolini

Fór í uppáhaldsbúðina mína í dag, keypti fullt. Ekki búinn að bragða á því. Það bíður til morguns því þá er hinn stórfenglegi þakkargjörðardagur. En ég veit hvers skal vænta, aðeins þess besta, langbesta.

Monday, November 19, 2007

STK Steakhouse

Það kemur alltaf betur í ljós hvað Lugerinn er mikill afbrags- og yfirburðarstaður eftir því sem fleiri steikhús borgarinnar eru prufuð. Kíkti með góðum hóp á STK í kjötpökkunarhverfinu síðastliðið laugardagskvöld. Steikhúsið er meira skemmtistaður og minnir stemmingin þar alveg rosalega á Astró á sínum tíma - þegar það var og hét kjötmarkaðurinn. STK hinsvegar selur aðeins verulega miðlungs steikur á vænu verði. Eina sem stóð uppúr sem spes voru parmasantrufflufrönskurnar, nokkuð nettar en réttlæta ekki steikar endurkomu.

Les Halles

Enn einn stjörnukokkurinn fallinn. Maður er alltaf að sjá þetta lið á imbanum að rífa kjaft og rakka aðra niður en eru svo margir hverjir ekkert að reka neina sérstaka veitingastaði! Hvað er ég að tala um? Sjónvarpskokka eins og Bobby Flay, Morimoto og Anthony Bourdain. Reka allir veitingastaði sem mér hefur fundist vera aðeins og mikið um talað og ekkil eins mikið til komið, svona matarlega séð. Svo eru auðvitað aðrir stjörnu kokkar sem standa meira og betur undir nafni eins og Gordon Ramsey og Mario Battali, ekki að tala um þá kalla hér.

Anthony Bourdain rekur Les Halles.

Les Halles er franskt bistro að eigin sögn. Minnir töluvert á kaffibrennsluna síðan í denn mixaða saman með slettu af Hótel Borg á sama tíma en er hvorugt, svona útlitslega séð. Fór þangað í brunch, eitthvað sem þeir þykjast vera frægir fyrir, endaði voðalega miðlungs. Gott osta og skinku crepes en croissont þurrt og ekkert spes, nýkreistur appelsínusafinn eins og úr fernu, espresso bara la la, jamm jamm - ekkert að skara fram úr. Staðurinn gæti hinsvegar sómað sér sem besti bar, ætli það sé ekki þar sem hann skarar fram út, allir vita jú hvað eigandinn er drykkfelldur.

Saturday, November 10, 2007

Peter Luger

Búinn að fara þrisvar eða fjórum sinnum þangað undanfarið. Á pantað borð þar aftur í þessum mánuði. Það hlítur að vera eitthvað við staðinn annað en "hype" sem dregur mig aftur og aftur þangað.

Dýrlegar nautasteikur eldaðar á undursamlegan máta svo kjötið bráðnar í munni með einföldu meðlæti. Allamalla ég gæti farið vikulega þangað.

Tuesday, October 23, 2007

Blue Water Grill, aftur

Var boðið þangað núna. Þessu sinni betra borð, betri þjónusta, minni hávaði. Forréttir fínir, vín ágætt, grilluð túnfisksteik í aðal bara allt í lagi (það er hægt að gera svo miklu betra) en ísinn og kaffið á eftir var fínt. Best var að vinnuveitandinn borgaði.

Mortons, steakhouse

Fara nokkrum orðum um Mortons. Mortons er steikhúskeðja, komið þangað og borðið nokkrum sinnum. Skýrist allt af því að fyrst þegar ég fór var það í boði góðra manna og allt það besta og dýrasta valið í mat og drykk. Þetta setti tóninn og farið nokkrum sinnum síðan en aldrei verið jafn ánægður. Á milli hef ég einnig farið og borðað steik á svo mörgum öðrum stöðum í borginni að Mortons hefur fallið í skuggann. Mortons er ágætur, var þar á sunnudagaskvöld enn einu sinni, en ekki meira en það. Ekki það sem þýski vinur minn myndi kalla nægjanlega "priceworthy" i.e. færð jafn góða eða betri steik annarsstaðar fyrir minna verð. Eða miklu betri fyrir sama (sbr. Peter Luger). Er því hættur að fara á Mortons nema aðeins til að hitta fólk sem ekki fæst til að fara annað.

Sunnudagurinn var t.d. of mikið steikt steik á þurru brauði með lítilli bragðlausri bernaise sósu. Ekki nógu gott. Alls ekki nógu gott.

Saturday, October 20, 2007

Dressler

Gott að búa í góðu hverfi, hverfi þar sem stutt er að ganga í góðan mat og mismunandi staði. Í Brooklyn, NY, eru þrír matsölustaðir sem hlotið hafa hina vinsælu viðuurkenningu: Michelin stjörnu. Tveir þessara þriggja staða eru í stuttu göngufæri við núverandi dvalarstað. Báðir vel viðurkenningarinnar virði. Annar staðurinn er Peter Luger sem oft hefur verið fjallað um en hinn er Dressler.

Dressler er, ef eitthvað er, fjölbreyttari og betri veitingastaður. Það er betri þjónusta, fallegra um að litast, margbreyttara úrval rétta og vín sem og verð hæfilegra en hjá Pétri. Lugerinn er hinsvegar steikarstaður meðan Dressler er meira fyrir sjávarfang og annan mat. Svoldið eins og epli og appelsínur, bæði gott en ekki alveg sambærilegt, villt ekkert endilega epli þegar þig langar í appelsínu.

Fórum fjögur á Dressler um daginn, borðuðum vel og drukkum borguðum sem og værum þrjú á Manhattan stað. Það er gott, sérstaklega þegar maturinn er almennt betri en Manhattan staðir, ekki allir auðvitað en svona almennt. Akurhænan var afbragð sem og hörpuskelin af forréttunum. Af aðalréttum þá bar beikonvafður skötuselur af. Súfflesúkkulaði desertinn var hinsvegar ekkert stórkostlegur - mun ekki taka hann næst - en mun klárlega borða meira og oftar á Dressler.

Monday, October 15, 2007

Mesa Grill by Bobby Flay

Stutt, var að koma þaðan. Er suður þemað steikhús frá fyrrum stjörnu kokkinum Bobby Flay. Ljótir litir á innréttingum, hallandi borð og frekar hávært. Matur alveg ágætur en ekki mikið meira en það. Verð of hátt miðað við meðaltal af matnum. Smakkaði einhverja tvo forrétti: annar tómatsúpa með taco strimilum í, ekki þess virði; hinn taco bbq önd, næstum þess virði. Aðalréttur NY strip með þeirra steikarsósu og bakaðri kartöflu. Meðalsteik, meðalsósa. Peter Luger er svo miklu betri. Eftirréttur var súkkulaði mintu terta svokölluð, var aðallega súkkulaði frauð (of sætt) með mintu sem minnti of mikið á Mohito mintu, fljótandi eitthvað og ekki nógu sterk, var eins og að borða súkkulaði mojhito; skrítið en alveg ágætt.

Thursday, October 11, 2007

University Place

University Place er nafn á götu en ekki veitingastað eða annarslags fæðusölu. Varð að tilkynna þessa breytingu á fyrirsögnum, en það er tilgangur með henni. Átti einu sinni heima í grennd við þessa götu, vinn þar í námunda, labba hana oft, áttaði mig á að ég hef borðað á næstum öllum veitingastöðunum í götunni. Allavega þeim sem einhvern séns ættu að fá og sumir voru tæpir útlitslega séð, en engann þeirra bloggað um, ekki einn, undarlegt?

Ekki í neinni sérstakri röð eru þar meðal annars þessir veitingastaðir sem ég hef snætt á; og er tilbúinn að láta vella úr brunnum visku minnar um þá; ef þurfa þykir. Þeir eru ca nefndir:

Jack´s
Saigon Grill
Spice
Gray Dog Cafe
Japonica
Osso Buco
ónefnanlegur mexikanskur
ónefnalegur tælenskur
ónefnanlegur ítalskur
Dean & DeLuca (samlokur ofl.)
University Diner
Patsy´s (pizza)
ofl.

Svo sem ekkert magnaður listi en hann er gerður eftir stöpulu minni og taka verður eftir að University Place er ein stysta gata á Manhattan sem fundin verður.

Pierre Marcolini

Ekkert fengið að komast þangað nýlega, búinn með allt sem ég átti af því, farinn að dreyma um ljúffenga molana, áferð þeirra að innan sem utan, bragð, lykt - himneskir alveg. Ætla gera mér ferð í útibú meistarans á Park Avenue fljótlega, verst hvað góðgætið er á uppsprengdu verði hér í Ameríku miðað við í heimalandi hans, Belgíu. Þið heppin að því leiti sem heima eigið í Brussel.

Tuesday, October 9, 2007

Zenkichi

Japanskt Izekaya í Williamsburg. Nær algerlega andrúmsloftinu sem slíku fylgir, innréttingar, stíll, þjónusta allt eins og það á að vera. Matur vel ágætur Izekaya style. Fórum í Omikase á haust matseðilinn, vel ágætur en... það er ekkert Nomihodai! $5 per bjór og þeir fara fljótt þessir litlu influttu bjórar. Bjalla á borðinu eins og sannri Tokyo Izekaya sæmir þannig að aldrei þarf að örvænta að ekki náist samband við kurteisu þjónustustúlkuna. Vel til í að fara aftur en ekki Omikase, bara létt snakk með bjórnum, Izekaya heimsókn má ekki verða of dýr.

Sunday, October 7, 2007

Blue Water Grill

Sjávarréttarstaður við Union Square. Lifandi jass á laugardagskvöldum í kjallara. Átti að vera stemming mikil, endaði allt í lagi. Þjónustan undarleg og tókst að hella víni okkar í glös annarra á öðrum borðum. Matur sæmilegur. Ekki nógu gott samhengi milli verðs og gæða. Of dýr miðað við. Sumt gott, sumt meðal og annað bara alls ekki nógu gott. Ólíklegt að ég velji að gefa honum annan séns.

Balthazar

Franskur fílingur frá A-Z. Þeim tekst svo ágætlega að endurgera franska, jafnvel Parísar, (reyna að hljóma eins og ég viti eitthvað um það) bistró stemmingu, á þessum annars ágæta Soho restaurant. Kostir: staðurinn er flottur, ágætis matur, ágætis vín, brauðmeti og annað sem kemur úr bakaríinu þeirra er afbragð, stemming góð og mikil. Gallar: alltaf mikið að gera, alltof vinsæll og glymur í salnum. Samt vel þess virði staður að fara á.

Thursday, October 4, 2007

Fortunato Bros.

Ég er fíkill, frá því verður ekki komist. Einhverra hluta vegna fór ég að hugsa um kaffihús í hverfinu mínu sem er í eigu meðlima í skipulögðum glæpasamtökun, en ég fór að hugsa hvort bakkelsið þeirra væri raunverulega gott, hvort það væri ástæða fyrir því og fleiri í hverfinu héngu þar daglangt. Gat ekki hætt að hugsa um það þannig að ég fór og prófaði.

Kaffihús er kannski ekki réttasta orðið eða hugtakið, staðurinn selur vissulega kaffi, ágætan ítalskan espresso, en borðin eru fá og enginn hangir þar inni lengi, nema vinir eigandans. Hinsvegar koma margir og kaupa bakkelsi sem lagað er á staðnum og taka með. Þannig að ég ákvað að dvelja ekki lengi heldur taka það sem ég valdi úr borðinu og geta gætt mér á þar sem engin sá, enginn yrði móðgaður ef mér líkaði ekki. Valdi fjögur mismunandi sætabrauð, eða smákökur, allt eitthvað með fyllingu og skreytingu. Leit ágætlega út, var ódýrt og viti menn þrír af fjórum voru góðir. Ekki svo algengt í Ameríkunni. Það góðir að ég get vel hugsað mér að fara aftur, þrátt fyrir að eiga í hættu að "bræðurnir" taki mig fyrir vitlausan mann, lykti lögguna uppi. Allt í degi fíkils.

Buddakan

Asískt Fusion, hver er ekki til í það? Pakkað í fagrar umbúðir í hjarta kjötpökkunarhverfis stóra eplisins. Buddakan er einhver fallegasti asian fusion staður sem ég hef borðað á en er innihaldið sem umbúðir lofa?

Staðurinn er smart, það verður ekki af honum tekið. Aðal salurinn er virkilega flottur en eins og annarsstaðar eru fæstir það heppnir að fá að vera settir þar til borðs. Flestir borða í kringum hann uppi eða niðri. Engu að síður smekklegt en ekkert eins og aðalsalurinn. Þjónustan á að vera lipur á miðað við verðið á seðlinum en, ef eitthvað frekar slepjuleg. Það er þó mögulegt að kalt íslenskt hjartað þekki ekki muninn á lipurleika og slepjuleika í kananum eða?

Sat þarna um dainn í góðum hóp og allir átu á sig gat. Flestir sammála að flest hefði verið bragðgott en enginn sem kvartaði yfir því að maturinn væir of stórkostlegur. Það tók dágóðastund upphaflega að bíða eftir borði sem við áttum þegar pantað seint þannig að allir voru jú vel svangir og eitthvað mildaðir af drykkju áður en át hófst. Seðillinn bauð upp á það sem áður hafði verið lofað og var slatti prufaður. Ekkert stórkostlegt en ekki eins slæmt og margt er á Buddah Bar.

Sumsé í stuttu: allt í lagi matur í hærri kantinum fyrir gæði en sleppur vegna umbúða. Drykkir ágætir og vín mun betri í boði heldur en á Spice Market sem féll í áliti um daginn. Buddakan er hávær, dýr, miðlungs veitingastaður en er fallegur fullur af fallegu fólki.

Monday, October 1, 2007

Craftsteak

Mikið etið undanfarið og margt mun koma hingað en byrjum á gærkvöldi þar sem sem kjötið sundlar enn í blóðstreyminu ef ekki maganum.

Craftsteak er í eigu Tom Colicchio. Hann er yfirdómari Top Chef keppninnar og stjörnukokkur í NYC. Varð frægur af Gramercy Tavern og síðar þegar hann opnaði Craft. Craftsteak er steikarstaður hans í meatpacking hverfinu. Hel flottur staður, smart innréttaður, gríðarlegt úrval og massafín þjónusta.

Matseðillinn inniheldur næstum bara steik. Allskyns steik, frá allskyns búgörðum innan og utan US and A. Hægt er að fá mis gamla steik, mis eldaða og steik sem hefur fengið mismunandi að borða þ.e. að hægt er að velja milli "grass fed", "corn fed" og "wagyu". Steik, namm.

Forréttur, aðalréttur, eftirréttur vín á undan með og eftir. Kostaði sitt, enginn vafi en gott var það.

Vel góð þjónustan hóf leikinn á undan forréttum með að setja á borðið nýbakað brauð og kjúklingapate til að dífa í sem semi amuse. Forrétturinn minn var rækjukokteill sem mér þykir ávallt góð upphitun á undan steik. Þessi fær samt enga yfirburðardóma. Risarækjur á ís með "cokteil" sósu til hliðar. Fullt einfalt, full lítið til haft, full ekki rækju kokteill. Steikin var næst pöntuð medium rare 56 daga hangin. Smakkaði bæði medium rare og rare slíka. Medium rare var betri þar sem kjötið var vel feitt og þegar engin eldun hafði átt sér stað í miðju var fitan seig. 56 daga var vel ríkt af hengingunni, vel það sem við viljum kalla villibráðarbragð af rjúpunum en er auðvitað ekkert annað en þrái (meygla). Nammi gott. Lokin var súkkulaði suffle með mintuís og vanillusósu, stór desert, heitur og rennandi. Vel gott. Í heildina verulega gott.

Til að setja þetta í samhengi. Vel til í að fara aftur, staðurinn verulega smekklegur og þjónustan gríðarlega góð. Næst samt enginn rækjuforréttur og næst ekki minna steikt en medium rare og næst minna geymd steik eða wagyu. Næst aftur súkkulaði suffle. Muna að mun kosta sitt. Perspective - Peter Luger veitir betri steik á lægra verði en minna ambiance, minna annað og minni þjónustu.

Sunday, September 23, 2007

Gimme Coffee

Já annar staður sem selur gott kaffi í borginni. Reyndar er Gimme Coffee ekki með útibú á Manhattan, aðeins í Brooklyn, Williamsburg nánar tiltekið. Gimme er upprunalega frá Itchaca (Íþeku, upstate NY) og þar kynntist Helgi bróðir minn veigum þeirra. Síðar þegar Bibendum fluttist yfir til Billyburg fóru bræðurnir og fengu sér kaffi, namm. Verulega gott kaffi. Undarlegt hversu langt maður er tilbúin til að fara til að fá gott kaffi. Mæli með Gimme.

Bistango

Ítalskur staður sem færir vel ágætan mat í vel sæmilega huggulegu umhverfi og vel sæmilega þjónustu fyrir viðráðanlegt verð. Gríðarlega priceworthy, kann því miður ekki íslenska hugtakið. Fyrir utan allt þetta þá sérhæfa þeir sig í að sinna fólki með mismunandi fæðuóþol. Því er hægt að fá t.d. gluten lausan mat, lactose lausan mat o.s.f.

Slíkt getur komið sér vel, fleiri en mann grunar sem haldnir eru hinum ýmsu fæðuóþolum og fátt meira pirrandi fyrir slíka en að geta ekki farið út að borða og fengið eitthvað sem þau geta ofan í sig látið. Systir mín t.d. getur ekki borðað gluten, hún var því glöð (held ég) þegar við fórum á þennan stað.

Bistango @ 415 Third Avenue

Friday, September 21, 2007

Tre Dici

Jaðrar við að hér verði notað slangur af erlendri tungu. Snæddi á Tre Dici í Chelsea hluta borgarinnar á fimtudagskvöld. Staðurinn á að vera ítalskur veitingastaður, Zagat mælir með honum, NYmag talar ágætlega um hann og þjóðverjinn sem pantaði borðið hafði labbað oft framhjá og hélt að við ættum í vændum góðan mat.

Byrjum á byrjuninni. Haugur af ruslapokum fyrir utan á gangstéttinni en ég hugsa, ok, þetta er New York, svona er þetta alltaf kvöldið áður en ruslabíllinn kemur, óheppilegt en svona er NYC. Í gegnum gluggann leit þetta út fyrir að vera allt í lagi staður, ljósin glóðu þó rauðu sem minnti mig meira á bar. Við vorum settir á örlítið tveggjamanna borð í innri sal staðarins sem er frekar lítill og var ekki þétt setinn. Borðið ruggaði sem og öll hin borðin sem laus voru í grenndinni. Þjónninn allt í lagi en frekar ágengur. Eitthvað var pantað og meðan beðið var eftir drykkjum hækkaði í tónlistinni. Tónlistin minnti einna helst á eitthvað sem heyrist helst á krám í Austurrískum skíðabrekkum, algert Eurotrashpoptechnovibbi.

Maturinn kom, greyi ég sársvangur, þannig að ég át það sem fyrir mig var sett. Í raun var það aðeins slappt pasta sem ég fékk, sérstaklega gnocci´ið. Annar af tveimur réttum náði því að vera ágætur en hinn lélegur. Vínið var lala en svo þegar hækkað var í viðbjóðstónlistinni og fólið á næsta borði tók upp á því að tala um hversu góð tónlistin væri ákvað ég að tími væri kominn á að sleppa eftirrétti og koma sér.

Fyrir þá sem ekki þekkja mig betur, þá þýðir það að staður detti úr keppni áður en einkunn er gefin þar sem svo mikið byggir á eftirréttinum. Tre Dici: hræðileg tónlist, vond stemming, plast húsgögn og slappur matur. Að lokum vorum við rukkaðir eins og boðið hefði verið upp á fyrstaflokks mat og drykk. Ekkert samræmi í neinu. Stay away!

Tuesday, September 18, 2007

Henri Bendel, kaffi

Kaffi er jú eins og allir vita mikilvægur hlekkur í keðju þess sem við köllum siðmenningu. Án kaffis væri heimurinn öðruvísi. Gott kaffi er því gulls ígildi. Þetta þarf auðvitað engum Evrópubúanum að segja, ekki eftir að síminn var fundinn upp eða rafmagnið. Kaninn hinsvegar er ekki alveg kominn með þetta á hreint. Menn hér hafa áttað sig á að kaffi er nauðsynlegt og þarf að drekka en eitthvað fór úrskeiðis í uppeldinu eða mögulega er munur lífræðilega á okkur og þeim. Gott kaffi er erfitt að fá í Ameríku. Það er ekki eins og þeir geti ekki gert það, að erfiðara sé að flytja það inn eða manna vélarnar. Ekkert af slíku er til staðar heldur er engin krafa frá almenning um gott kaffi. Þeim virðist þykja gott að drekka mikið af hlandvolgu, alltof þunnu uppátrekktu sulli.

Vöntun og leit er af góðu kaffi í borginni.

Henri Bendel kom því skemmtilega á óvart. Henri Bendel er bresk verslunarkeðja sem selur að ég hélt aðeins fatnað. Engu að síður var farið þangað í leiðangur og í ljós kom (eftir að undanfarar voru búnir að fullvissa Bibendum um að mæta) að þar er selt með eindæmum gott kaffi. Espresso á ítalska vísu, rjúkandi heitur, gyllt crema á toppi, þykk munúðarfull kaffilykt og sterkt bragð með góðum eftirkeim. Allamalla væntanlega eitthvað besta kaffi sem undirritaður hefur fengið í borginni selt í fataverslun á Fimmtu Breiðgötu. Reyndar selja þeir þarna með kaffinu súkkulaði. Mögulega þarf ég að gera aðra ferð og prófa meira.

Paradise Burger

Muncie, Indiana, USA. Hvar annarsstaðar væri aðal hamborgarastaður bæjarins kallaður: Paradise?

Staðurinn, það er veitingastaðurinn, á að láta viðskiptavinum líða sem þeir séu á paradísareyju í kyrrahafinu einhversstaðar. Allt innréttað í stíl, þjónustufólkið kallar sig eyjaskeggjana (islanders), kokteilarnir í yfirstærðum og allt til alls. Nema auðvitað Muncie Indiana er eins langt frá því að geta verið eyja og mögulega hægt er landfræðilega. Muncie Indiana er, eins og allir vita, í miðríkjum Bandaríkjanna, í miðju biblíubeltinu og útisvæði veitingastaðarins veit út á aðal götu bæjarins. Mér datt helst í hug að líkja því við Kringlumýrarbrautina því þar er umferð töluverð, hröð og margar akreinar.

Engu að síður er staðurinn að sögn heimamanna ansi líflegur og þekktur fyrir góða borgara. Við prufuðum. Þjónustan var vissulega vel yfir New York stöðlum. Fyrstalagi var fólk vinalegt og auk þess talaði það ensku, mikill plús. Át þarna í faðmi fjölskyldunnar og fengum við misgóðan mat. Miniborgararnir voru verulega of steiktir en bbq borgarinn skilaði sínu. Sjálfur endaði ég í rækjufléttu sem var alveg sæmileg. Hvorki meira né minna.

En meðan í Muncie og þá sérstaklega ef á að drekka kokteil eða tvo með þá er staðurinn möguleiki sem má skoða. Í New York eða Reykjavík: aldrei.

Skál.

Friday, September 14, 2007

Burger King

Heimsfrægð eða dauði. Stundum þarf bara að borða. Bibendum mun ekki láta sem hann snæði bara á því fínasta og besta sem í boði er. Hann gerir það auðvitað þegar hann getur en allt þarf að prófast.

Burger King varð fyrir valinu. Fór að borðinu í mannlausu virki lágmenningarinnar á smá hæð með útsýn gegnum stóra glugga yfir stærstu útvistarverslun sem sést hefur, hvar sem er. Pantaður var Whopper og kaffi.

Whopperinn er eins og þið væntanlega öll vitið: stór með miklu grænmeti og litlu sem engu bragði. Þetta var étið og og kaffið tekið með. Hæli þeim fyrir tappann á kaffi bollanum, hann var sniðugur og virkaði vel á mikilli ferð síðar um nóttina. Kaffið var því miður ekki gott, samt betra en á McDonalds en meira um það síðar.

Wednesday, September 12, 2007

Borgo Antico

Er svokallaður ítalskur veitingastaður á 13.st. Ljótur að utan og hefði aldrei stigið þangað inn fæti nema fyrir það að hafa verið boðið þangað með hóp. Útlitið blekkti ekki, maturinn var alveg eins og staðurinn leit út; langt frá því að vera ferskur; hallærislegur og illa haldinn.

Haldið ykkur frá þessum.

Sunday, September 9, 2007

Gordon Ramsey at the London

Less is more er eitt af slagordum Gordon Ramsey i tattarod hans; Gordon Ramsey's Kitchen Nightmares. Ljost er af sidbunum hadeigisverdi i dag ad meistarinn og learisveinar hans fylgja teim radum a nyjum stad hans i London hotelinu i New York.

Akaflega ljuffengur einfaldur en fallega eldadur matur sem rann nidur med silkimjukri tjonustu a fallegum stad i taegilegu umhverfi. Aetla aftur; profa meira. Eina sem olli vonbrigdum var ostakakan, var engin ostakaka, meira svona fraud i glasi sem ekki var alveg ad gera sig. Valhorna fondant var hinsvegar akaflega god med soltum hnetukjarnais. Tad var svosem ekki ad eg hafi adeins sneatt eftirretti tar i dag - heldur lagu teir mer meira a hjarta.

Forrettur var fallegur reyktur silungsbiti mjukur sem smjor. Tvi var fylgt a eftir med spareribs asamt tomotum og kartoflumus; bestu kartoflumus sem eg hef smakkad i langan tima.

Kaffinu fylgdu svo heimlagadar trufflur og karmellur. Videigandi, gott, heafilegir skammtar. Verulega price worthy. Fer aftur fljott. Nammi namm.

Perry St.

Áður hafði verið farið fáum orðum um staðinn á öðrum stað. Þau orð verða stuttlega endursögð hér sem fyrsta færsla. Hingað verða einnig færðar eldri færslur ef tími gefst til; hugmynd að matardagbók á netinu.

Perry St. er í eigu Jean Georges Vongerichten. Sá þykir afburðagóður kokkur og stjarna sem slíkur. Hann á og rekur meðal annars einnig Spice Market og Mercer Kitchen sem Bibendum hefur borðað á báðum. Góðir en ekkert yfirburðar. Perry St. á að vera ofar þeim í fæðukeðjunni og fór ég því uppfullur áhuga og góðra vona.

Staðsetning staðarins er ekkert sérstök. Hann er á jarðhæð í nýrri byggingu sem er vel en byggining veit út á West Side Highway og því ekkert út um annars stóra gluggana að sjá. Hönnuðurinn gerir upp fyrir það með afar skemmtilegum innréttingum og lýsingu. Hæst ánægður með útlit að innan.

Þjónustan lipur en ung. Drykkir bragðgóðir á undan mat. Undan forrétt var Bibendum færð amuse í líki jarðarberjagaspacho. Sætt, alltof sætt til að byrja en slapp með chilli kokteilnum sem undirritaður hafði kjánast í. Forréttur; einföld en ákaflega vel útfærð tómasúpa, kannski sú besta sem ég hef smakkað. Aðal; ástralskt lamb kryddað og kornlegið. Svo vel kryddað og eldað að ómögulegt var að kvarta undan því að þetta var ekki íslenskt villilamb, nammi gott. Eftir; sambland af köku og súkkulaðimousse með rifsberja sorbet ofaná. Gott en alls ekki yfirburðar. Eftir að P. Ong hætti störfum er sem eftirréttir hafi dalað hjá keðjunni - nema þetta sé tilvljun?
Join Zipcar and get $25 in free driving!