Kaffi er jú eins og allir vita mikilvægur hlekkur í keðju þess sem við köllum siðmenningu. Án kaffis væri heimurinn öðruvísi. Gott kaffi er því gulls ígildi. Þetta þarf auðvitað engum Evrópubúanum að segja, ekki eftir að síminn var fundinn upp eða rafmagnið. Kaninn hinsvegar er ekki alveg kominn með þetta á hreint. Menn hér hafa áttað sig á að kaffi er nauðsynlegt og þarf að drekka en eitthvað fór úrskeiðis í uppeldinu eða mögulega er munur lífræðilega á okkur og þeim. Gott kaffi er erfitt að fá í Ameríku. Það er ekki eins og þeir geti ekki gert það, að erfiðara sé að flytja það inn eða manna vélarnar. Ekkert af slíku er til staðar heldur er engin krafa frá almenning um gott kaffi. Þeim virðist þykja gott að drekka mikið af hlandvolgu, alltof þunnu uppátrekktu sulli.
Vöntun og leit er af góðu kaffi í borginni.
Henri Bendel kom því skemmtilega á óvart. Henri Bendel er bresk verslunarkeðja sem selur að ég hélt aðeins fatnað. Engu að síður var farið þangað í leiðangur og í ljós kom (eftir að undanfarar voru búnir að fullvissa Bibendum um að mæta) að þar er selt með eindæmum gott kaffi. Espresso á ítalska vísu, rjúkandi heitur, gyllt crema á toppi, þykk munúðarfull kaffilykt og sterkt bragð með góðum eftirkeim. Allamalla væntanlega eitthvað besta kaffi sem undirritaður hefur fengið í borginni selt í fataverslun á Fimmtu Breiðgötu. Reyndar selja þeir þarna með kaffinu súkkulaði. Mögulega þarf ég að gera aðra ferð og prófa meira.
Tuesday, September 18, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já þetta er Starbucks væðing kaffiheimsins, þar sem maður fær hlandvolgt kaffiþvag með froðu sama hvað maður pantar. Vantar alla lykt allt bragð og fyllingu í þetta.
P.s ánægður með þessa síðu hjá matgæðingnum fylgist spenntur með.
kv.
gautur
Post a Comment