Jaðrar við að hér verði notað slangur af erlendri tungu. Snæddi á Tre Dici í Chelsea hluta borgarinnar á fimtudagskvöld. Staðurinn á að vera ítalskur veitingastaður, Zagat mælir með honum, NYmag talar ágætlega um hann og þjóðverjinn sem pantaði borðið hafði labbað oft framhjá og hélt að við ættum í vændum góðan mat.
Byrjum á byrjuninni. Haugur af ruslapokum fyrir utan á gangstéttinni en ég hugsa, ok, þetta er New York, svona er þetta alltaf kvöldið áður en ruslabíllinn kemur, óheppilegt en svona er NYC. Í gegnum gluggann leit þetta út fyrir að vera allt í lagi staður, ljósin glóðu þó rauðu sem minnti mig meira á bar. Við vorum settir á örlítið tveggjamanna borð í innri sal staðarins sem er frekar lítill og var ekki þétt setinn. Borðið ruggaði sem og öll hin borðin sem laus voru í grenndinni. Þjónninn allt í lagi en frekar ágengur. Eitthvað var pantað og meðan beðið var eftir drykkjum hækkaði í tónlistinni. Tónlistin minnti einna helst á eitthvað sem heyrist helst á krám í Austurrískum skíðabrekkum, algert Eurotrashpoptechnovibbi.
Maturinn kom, greyi ég sársvangur, þannig að ég át það sem fyrir mig var sett. Í raun var það aðeins slappt pasta sem ég fékk, sérstaklega gnocci´ið. Annar af tveimur réttum náði því að vera ágætur en hinn lélegur. Vínið var lala en svo þegar hækkað var í viðbjóðstónlistinni og fólið á næsta borði tók upp á því að tala um hversu góð tónlistin væri ákvað ég að tími væri kominn á að sleppa eftirrétti og koma sér.
Fyrir þá sem ekki þekkja mig betur, þá þýðir það að staður detti úr keppni áður en einkunn er gefin þar sem svo mikið byggir á eftirréttinum. Tre Dici: hræðileg tónlist, vond stemming, plast húsgögn og slappur matur. Að lokum vorum við rukkaðir eins og boðið hefði verið upp á fyrstaflokks mat og drykk. Ekkert samræmi í neinu. Stay away!
Friday, September 21, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment