Asískt Fusion, hver er ekki til í það? Pakkað í fagrar umbúðir í hjarta kjötpökkunarhverfis stóra eplisins. Buddakan er einhver fallegasti asian fusion staður sem ég hef borðað á en er innihaldið sem umbúðir lofa?
Staðurinn er smart, það verður ekki af honum tekið. Aðal salurinn er virkilega flottur en eins og annarsstaðar eru fæstir það heppnir að fá að vera settir þar til borðs. Flestir borða í kringum hann uppi eða niðri. Engu að síður smekklegt en ekkert eins og aðalsalurinn. Þjónustan á að vera lipur á miðað við verðið á seðlinum en, ef eitthvað frekar slepjuleg. Það er þó mögulegt að kalt íslenskt hjartað þekki ekki muninn á lipurleika og slepjuleika í kananum eða?
Sat þarna um dainn í góðum hóp og allir átu á sig gat. Flestir sammála að flest hefði verið bragðgott en enginn sem kvartaði yfir því að maturinn væir of stórkostlegur. Það tók dágóðastund upphaflega að bíða eftir borði sem við áttum þegar pantað seint þannig að allir voru jú vel svangir og eitthvað mildaðir af drykkju áður en át hófst. Seðillinn bauð upp á það sem áður hafði verið lofað og var slatti prufaður. Ekkert stórkostlegt en ekki eins slæmt og margt er á Buddah Bar.
Sumsé í stuttu: allt í lagi matur í hærri kantinum fyrir gæði en sleppur vegna umbúða. Drykkir ágætir og vín mun betri í boði heldur en á Spice Market sem féll í áliti um daginn. Buddakan er hávær, dýr, miðlungs veitingastaður en er fallegur fullur af fallegu fólki.
Thursday, October 4, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment