Sunday, September 23, 2007

Gimme Coffee

Já annar staður sem selur gott kaffi í borginni. Reyndar er Gimme Coffee ekki með útibú á Manhattan, aðeins í Brooklyn, Williamsburg nánar tiltekið. Gimme er upprunalega frá Itchaca (Íþeku, upstate NY) og þar kynntist Helgi bróðir minn veigum þeirra. Síðar þegar Bibendum fluttist yfir til Billyburg fóru bræðurnir og fengu sér kaffi, namm. Verulega gott kaffi. Undarlegt hversu langt maður er tilbúin til að fara til að fá gott kaffi. Mæli með Gimme.

Bistango

Ítalskur staður sem færir vel ágætan mat í vel sæmilega huggulegu umhverfi og vel sæmilega þjónustu fyrir viðráðanlegt verð. Gríðarlega priceworthy, kann því miður ekki íslenska hugtakið. Fyrir utan allt þetta þá sérhæfa þeir sig í að sinna fólki með mismunandi fæðuóþol. Því er hægt að fá t.d. gluten lausan mat, lactose lausan mat o.s.f.

Slíkt getur komið sér vel, fleiri en mann grunar sem haldnir eru hinum ýmsu fæðuóþolum og fátt meira pirrandi fyrir slíka en að geta ekki farið út að borða og fengið eitthvað sem þau geta ofan í sig látið. Systir mín t.d. getur ekki borðað gluten, hún var því glöð (held ég) þegar við fórum á þennan stað.

Bistango @ 415 Third Avenue

Friday, September 21, 2007

Tre Dici

Jaðrar við að hér verði notað slangur af erlendri tungu. Snæddi á Tre Dici í Chelsea hluta borgarinnar á fimtudagskvöld. Staðurinn á að vera ítalskur veitingastaður, Zagat mælir með honum, NYmag talar ágætlega um hann og þjóðverjinn sem pantaði borðið hafði labbað oft framhjá og hélt að við ættum í vændum góðan mat.

Byrjum á byrjuninni. Haugur af ruslapokum fyrir utan á gangstéttinni en ég hugsa, ok, þetta er New York, svona er þetta alltaf kvöldið áður en ruslabíllinn kemur, óheppilegt en svona er NYC. Í gegnum gluggann leit þetta út fyrir að vera allt í lagi staður, ljósin glóðu þó rauðu sem minnti mig meira á bar. Við vorum settir á örlítið tveggjamanna borð í innri sal staðarins sem er frekar lítill og var ekki þétt setinn. Borðið ruggaði sem og öll hin borðin sem laus voru í grenndinni. Þjónninn allt í lagi en frekar ágengur. Eitthvað var pantað og meðan beðið var eftir drykkjum hækkaði í tónlistinni. Tónlistin minnti einna helst á eitthvað sem heyrist helst á krám í Austurrískum skíðabrekkum, algert Eurotrashpoptechnovibbi.

Maturinn kom, greyi ég sársvangur, þannig að ég át það sem fyrir mig var sett. Í raun var það aðeins slappt pasta sem ég fékk, sérstaklega gnocci´ið. Annar af tveimur réttum náði því að vera ágætur en hinn lélegur. Vínið var lala en svo þegar hækkað var í viðbjóðstónlistinni og fólið á næsta borði tók upp á því að tala um hversu góð tónlistin væri ákvað ég að tími væri kominn á að sleppa eftirrétti og koma sér.

Fyrir þá sem ekki þekkja mig betur, þá þýðir það að staður detti úr keppni áður en einkunn er gefin þar sem svo mikið byggir á eftirréttinum. Tre Dici: hræðileg tónlist, vond stemming, plast húsgögn og slappur matur. Að lokum vorum við rukkaðir eins og boðið hefði verið upp á fyrstaflokks mat og drykk. Ekkert samræmi í neinu. Stay away!

Tuesday, September 18, 2007

Henri Bendel, kaffi

Kaffi er jú eins og allir vita mikilvægur hlekkur í keðju þess sem við köllum siðmenningu. Án kaffis væri heimurinn öðruvísi. Gott kaffi er því gulls ígildi. Þetta þarf auðvitað engum Evrópubúanum að segja, ekki eftir að síminn var fundinn upp eða rafmagnið. Kaninn hinsvegar er ekki alveg kominn með þetta á hreint. Menn hér hafa áttað sig á að kaffi er nauðsynlegt og þarf að drekka en eitthvað fór úrskeiðis í uppeldinu eða mögulega er munur lífræðilega á okkur og þeim. Gott kaffi er erfitt að fá í Ameríku. Það er ekki eins og þeir geti ekki gert það, að erfiðara sé að flytja það inn eða manna vélarnar. Ekkert af slíku er til staðar heldur er engin krafa frá almenning um gott kaffi. Þeim virðist þykja gott að drekka mikið af hlandvolgu, alltof þunnu uppátrekktu sulli.

Vöntun og leit er af góðu kaffi í borginni.

Henri Bendel kom því skemmtilega á óvart. Henri Bendel er bresk verslunarkeðja sem selur að ég hélt aðeins fatnað. Engu að síður var farið þangað í leiðangur og í ljós kom (eftir að undanfarar voru búnir að fullvissa Bibendum um að mæta) að þar er selt með eindæmum gott kaffi. Espresso á ítalska vísu, rjúkandi heitur, gyllt crema á toppi, þykk munúðarfull kaffilykt og sterkt bragð með góðum eftirkeim. Allamalla væntanlega eitthvað besta kaffi sem undirritaður hefur fengið í borginni selt í fataverslun á Fimmtu Breiðgötu. Reyndar selja þeir þarna með kaffinu súkkulaði. Mögulega þarf ég að gera aðra ferð og prófa meira.

Paradise Burger

Muncie, Indiana, USA. Hvar annarsstaðar væri aðal hamborgarastaður bæjarins kallaður: Paradise?

Staðurinn, það er veitingastaðurinn, á að láta viðskiptavinum líða sem þeir séu á paradísareyju í kyrrahafinu einhversstaðar. Allt innréttað í stíl, þjónustufólkið kallar sig eyjaskeggjana (islanders), kokteilarnir í yfirstærðum og allt til alls. Nema auðvitað Muncie Indiana er eins langt frá því að geta verið eyja og mögulega hægt er landfræðilega. Muncie Indiana er, eins og allir vita, í miðríkjum Bandaríkjanna, í miðju biblíubeltinu og útisvæði veitingastaðarins veit út á aðal götu bæjarins. Mér datt helst í hug að líkja því við Kringlumýrarbrautina því þar er umferð töluverð, hröð og margar akreinar.

Engu að síður er staðurinn að sögn heimamanna ansi líflegur og þekktur fyrir góða borgara. Við prufuðum. Þjónustan var vissulega vel yfir New York stöðlum. Fyrstalagi var fólk vinalegt og auk þess talaði það ensku, mikill plús. Át þarna í faðmi fjölskyldunnar og fengum við misgóðan mat. Miniborgararnir voru verulega of steiktir en bbq borgarinn skilaði sínu. Sjálfur endaði ég í rækjufléttu sem var alveg sæmileg. Hvorki meira né minna.

En meðan í Muncie og þá sérstaklega ef á að drekka kokteil eða tvo með þá er staðurinn möguleiki sem má skoða. Í New York eða Reykjavík: aldrei.

Skál.

Friday, September 14, 2007

Burger King

Heimsfrægð eða dauði. Stundum þarf bara að borða. Bibendum mun ekki láta sem hann snæði bara á því fínasta og besta sem í boði er. Hann gerir það auðvitað þegar hann getur en allt þarf að prófast.

Burger King varð fyrir valinu. Fór að borðinu í mannlausu virki lágmenningarinnar á smá hæð með útsýn gegnum stóra glugga yfir stærstu útvistarverslun sem sést hefur, hvar sem er. Pantaður var Whopper og kaffi.

Whopperinn er eins og þið væntanlega öll vitið: stór með miklu grænmeti og litlu sem engu bragði. Þetta var étið og og kaffið tekið með. Hæli þeim fyrir tappann á kaffi bollanum, hann var sniðugur og virkaði vel á mikilli ferð síðar um nóttina. Kaffið var því miður ekki gott, samt betra en á McDonalds en meira um það síðar.

Wednesday, September 12, 2007

Borgo Antico

Er svokallaður ítalskur veitingastaður á 13.st. Ljótur að utan og hefði aldrei stigið þangað inn fæti nema fyrir það að hafa verið boðið þangað með hóp. Útlitið blekkti ekki, maturinn var alveg eins og staðurinn leit út; langt frá því að vera ferskur; hallærislegur og illa haldinn.

Haldið ykkur frá þessum.

Sunday, September 9, 2007

Gordon Ramsey at the London

Less is more er eitt af slagordum Gordon Ramsey i tattarod hans; Gordon Ramsey's Kitchen Nightmares. Ljost er af sidbunum hadeigisverdi i dag ad meistarinn og learisveinar hans fylgja teim radum a nyjum stad hans i London hotelinu i New York.

Akaflega ljuffengur einfaldur en fallega eldadur matur sem rann nidur med silkimjukri tjonustu a fallegum stad i taegilegu umhverfi. Aetla aftur; profa meira. Eina sem olli vonbrigdum var ostakakan, var engin ostakaka, meira svona fraud i glasi sem ekki var alveg ad gera sig. Valhorna fondant var hinsvegar akaflega god med soltum hnetukjarnais. Tad var svosem ekki ad eg hafi adeins sneatt eftirretti tar i dag - heldur lagu teir mer meira a hjarta.

Forrettur var fallegur reyktur silungsbiti mjukur sem smjor. Tvi var fylgt a eftir med spareribs asamt tomotum og kartoflumus; bestu kartoflumus sem eg hef smakkad i langan tima.

Kaffinu fylgdu svo heimlagadar trufflur og karmellur. Videigandi, gott, heafilegir skammtar. Verulega price worthy. Fer aftur fljott. Nammi namm.

Perry St.

Áður hafði verið farið fáum orðum um staðinn á öðrum stað. Þau orð verða stuttlega endursögð hér sem fyrsta færsla. Hingað verða einnig færðar eldri færslur ef tími gefst til; hugmynd að matardagbók á netinu.

Perry St. er í eigu Jean Georges Vongerichten. Sá þykir afburðagóður kokkur og stjarna sem slíkur. Hann á og rekur meðal annars einnig Spice Market og Mercer Kitchen sem Bibendum hefur borðað á báðum. Góðir en ekkert yfirburðar. Perry St. á að vera ofar þeim í fæðukeðjunni og fór ég því uppfullur áhuga og góðra vona.

Staðsetning staðarins er ekkert sérstök. Hann er á jarðhæð í nýrri byggingu sem er vel en byggining veit út á West Side Highway og því ekkert út um annars stóra gluggana að sjá. Hönnuðurinn gerir upp fyrir það með afar skemmtilegum innréttingum og lýsingu. Hæst ánægður með útlit að innan.

Þjónustan lipur en ung. Drykkir bragðgóðir á undan mat. Undan forrétt var Bibendum færð amuse í líki jarðarberjagaspacho. Sætt, alltof sætt til að byrja en slapp með chilli kokteilnum sem undirritaður hafði kjánast í. Forréttur; einföld en ákaflega vel útfærð tómasúpa, kannski sú besta sem ég hef smakkað. Aðal; ástralskt lamb kryddað og kornlegið. Svo vel kryddað og eldað að ómögulegt var að kvarta undan því að þetta var ekki íslenskt villilamb, nammi gott. Eftir; sambland af köku og súkkulaðimousse með rifsberja sorbet ofaná. Gott en alls ekki yfirburðar. Eftir að P. Ong hætti störfum er sem eftirréttir hafi dalað hjá keðjunni - nema þetta sé tilvljun?
Join Zipcar and get $25 in free driving!