Matur og annað góðgæti...

Friday, May 18, 2012

Dill, Norræna húsinu

Dill, hefur verið öðrum stöðum í Reykjavík svo mikið framar. Margir farnir að hvísla vondum sögum, gæði og gleði á staðnum ekki sem var. Farinn að óttast að illar tungur hafi eitthvað til síns máls eftir síðustu tvær eða þrjár ferðir. 

Thursday, April 28, 2011

Per Se, New York

...ummmm, nokkuð gott. Ekki hægt að segja minna. Staður, staðsetning, þjónusta, stemming, matur, vín... nokkuð mikið gott.

Sunday, February 20, 2011

top chef

Top Chef, Top Chef Masters og Top Chef Just Desserts... allt saman algerlega þess virði.

Sunday, November 21, 2010

Sunday, July 26, 2009

Dill, Reykjavík

Það er hægt að fá gríðarlega góðan mat heima á Íslandi. Dill er að gera mjög góða hluti. Búið að fara oftar en einu sinni og alltaf staðið undir væntingum. Það kemur að því að maður segi frá.

Saturday, January 3, 2009

Daniel, aftur

Sælla minninga sóttum við Daniel aftur heim, rétt fyrir jólin. Vissulega komin kreppa á Íslandi en góður vinur í borginni hafði rækið tilefni til að halda upp á, hann heimtaði Daniel. Við létum ekki á okkur standa, mögulega síðasta stóra veitingahúsamáltíðin næstu árin.

Smakkseðillinn með víni gaf ekkert eftir. Kannski helst steikin sem ekki stóð upp úr enda of góðu vanur frá Peter Luger. Daniel staðurinn er ekkert síðri eftir breytingar á innréttingum síðan farið var síðast, öðruvísi. Minna 1980 power dinner, meira 2008 hvítt, lok góðærisins. Daniel verður aldrei kreppustaður, fyrr fer hann á hausinn.

Maturinn, vínin, þjónustan, andrúmsloftið, allt til fyrirmyndar. Færi hvenær sem er aftur, ef einhver annar borgar.

Tuesday, July 8, 2008

Bintlifss, ME

Bintliffs er aðal morgunverðarstaðurinn í Portland, Maine.

Án þess að skýra nokkuð afhverju þar var borðað þá koma hér meðmæli með staðnum. Snæddi þar svokallað lobester eggs benedict með hollandaisesósu - massagott. Ef í hinum annars skemmtilega smábæ Portland þá endilega koma við.
Join Zipcar and get $25 in free driving!