Monday, October 15, 2007
Mesa Grill by Bobby Flay
Stutt, var að koma þaðan. Er suður þemað steikhús frá fyrrum stjörnu kokkinum Bobby Flay. Ljótir litir á innréttingum, hallandi borð og frekar hávært. Matur alveg ágætur en ekki mikið meira en það. Verð of hátt miðað við meðaltal af matnum. Smakkaði einhverja tvo forrétti: annar tómatsúpa með taco strimilum í, ekki þess virði; hinn taco bbq önd, næstum þess virði. Aðalréttur NY strip með þeirra steikarsósu og bakaðri kartöflu. Meðalsteik, meðalsósa. Peter Luger er svo miklu betri. Eftirréttur var súkkulaði mintu terta svokölluð, var aðallega súkkulaði frauð (of sætt) með mintu sem minnti of mikið á Mohito mintu, fljótandi eitthvað og ekki nógu sterk, var eins og að borða súkkulaði mojhito; skrítið en alveg ágætt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment