Muncie, Indiana, USA. Hvar annarsstaðar væri aðal hamborgarastaður bæjarins kallaður: Paradise?
Staðurinn, það er veitingastaðurinn, á að láta viðskiptavinum líða sem þeir séu á paradísareyju í kyrrahafinu einhversstaðar. Allt innréttað í stíl, þjónustufólkið kallar sig eyjaskeggjana (islanders), kokteilarnir í yfirstærðum og allt til alls. Nema auðvitað Muncie Indiana er eins langt frá því að geta verið eyja og mögulega hægt er landfræðilega. Muncie Indiana er, eins og allir vita, í miðríkjum Bandaríkjanna, í miðju biblíubeltinu og útisvæði veitingastaðarins veit út á aðal götu bæjarins. Mér datt helst í hug að líkja því við Kringlumýrarbrautina því þar er umferð töluverð, hröð og margar akreinar.
Engu að síður er staðurinn að sögn heimamanna ansi líflegur og þekktur fyrir góða borgara. Við prufuðum. Þjónustan var vissulega vel yfir New York stöðlum. Fyrstalagi var fólk vinalegt og auk þess talaði það ensku, mikill plús. Át þarna í faðmi fjölskyldunnar og fengum við misgóðan mat. Miniborgararnir voru verulega of steiktir en bbq borgarinn skilaði sínu. Sjálfur endaði ég í rækjufléttu sem var alveg sæmileg. Hvorki meira né minna.
En meðan í Muncie og þá sérstaklega ef á að drekka kokteil eða tvo með þá er staðurinn möguleiki sem má skoða. Í New York eða Reykjavík: aldrei.
Skál.
Tuesday, September 18, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment