Tuesday, July 8, 2008

Bintlifss, ME

Bintliffs er aðal morgunverðarstaðurinn í Portland, Maine.

Án þess að skýra nokkuð afhverju þar var borðað þá koma hér meðmæli með staðnum. Snæddi þar svokallað lobester eggs benedict með hollandaisesósu - massagott. Ef í hinum annars skemmtilega smábæ Portland þá endilega koma við.

WD 50

WD 50 er veitingastaður Wylie Dufresne á lower east side á Manhattan. Staðurinn sjálfur ber ekki mikið yfir sér, enginn sérstakur "glamúr" aðeins einfaldur veitingastaður með óvenjulega stóru eldhúsi. Því það er þar sem staðurinn er, það er það sem skiptir máli. Maturinn.

Wylie og her hans töfra fram gríðarlega bragðgóðan en undarlegan mat. Undarlegan í þeim skilningi að matargerð þar er langt frá því að vera hefðbundin. Wylie er nefnilega forsprakki og undrabarn í notkun "alternative" aðferða við matreiðslu, ófeiminn við að framkalla bæði í útliti og bragði eitthvað allt annað en vaninn er. Liquid nitrogen og yfirsuðuvélar eru þar staðalbúnaður.

Vel þess virði að prófa, langar aftur, fljótt.

Monday, June 23, 2008

Það þarf ekki nema smá hvatningu

Er að setja saman nokkur orð um WD-50. Magnaður staður, þ.e. magnaður matur. Ótrúlegur alveg. Kemur á næstunni...

Sunday, May 4, 2008

Starbucks

Eins og allir ættu að vita framreiðir Starbucks afar slappt kaffi. Þó ekki beinlínis hægt að segja að það sé vont kaffi, heldur aðeins engann veginn gott kaffi. Engu að síður er hægt að ganga að því vísu að fá svona miðlungs kaffidrykk þar, alltaf og allsstaðar. Sjálfur reyni ég að forðast "Stjörnutarfinn", eins og Gunnar vinur minn kýs að kalla staðinn, nema þegar ég er einhversstaðar á framandi slóðum og sakna þess að fá ekki einu sinni miðlungsgott kaffi.

Mér er sagt að á suður Manhattan séu flestir Starbucks staðir á fermeter af nokkrum stað í heiminum. Örlítið austar við suður Manhattan er Williamsburg (B-burg) þar sem enginn slíkur staður er, augljóslega áfaklega gott hverfi. Næsta hverfi norðan við B-burg heitir Greenpoint og höfðu þau þar verið Starbucks laus þangað til fyrir um 2-3 mánuðum. Því þá kom þetta:




Það var vart búið að opna "Stjörnutarfinn" þegar verslanir í nágrenninu hengdu upp þetta:



Thursday, May 1, 2008

Frídagur verkalýðs

Ég varð að vinna í dag en borðaði ekkert sem er frásögum færandi. Ekki neitt gott undanfarið.

Sunday, April 27, 2008

Pomologist

University of California Davis hefur heila deild, Pomology deildina. Þar er vissulega hægt að verða pomologist. En hver veit hvað það er?

Sunday, April 20, 2008

Morandi

Ítlaskur, vinsæll, kósí ef ljósmyndaður staður í west village. Góður matur, ekki of dýr en ekki beinlínis ódýr heldur. Þjóðverjinn kallaði hann "priceworthy". Mikið að gera og hávaði en ákveðinn sjarmi - og maturinn var nokkuð góður!

Er það ekki það sem skiptir máli?

Sunday, April 6, 2008

BOG, Billyburg

BOG á að standa fyrir brick oven gallery. Sumsé pizzastaður. Snæddum blautar flatbökur með takmörkuðu áleggi í gærkvöld. Hennar var bragðbetri, meira bragð en hans, hennar var með ferskum mozarella og basil meðan hans var með ítalskri pylsu og sveppum. Undarlegt þótti honum að pylsan yrði svona bragðlaus. Samt ágætt en varla að gera sér ferð þangað aftur.

Allt bliknar í samanburði við Daniel. Hvenær ætli við förum aftur þangað?

Saturday, March 29, 2008

Daniel

Mjög góður staður, afbragðs alveg, næstum ef ekki yfirburðar. 

Frábærir kokteilar á undan, ljómandi bragðlaukaertandi snarl á undan forréttum, hún fékk sjávarrétta ravioli og hann þrennskonar hörpuskel, allt framúrskarandi, þá haldið í pipraðar laxamedalíur fyrir hana og lamb fyrir hann, lambið var frábært, laxinn skoskur og því hefði hann getað verið betri, eftir fór hún í rifsberjamarenssultufrauð meðan hann fór í súkkulaðipralínköku með kaffisúkkulaði ís, hennar ágætt, henni fannst það betra en honum, honum fannst sitt hinsvegar afbragð og yfirburðar á sama tíma, loks espresso og petit fours, espressoinn má betrumbæta en petit fours voru bragðgóðar, margar og fjölbreyttar.

Þjónustan var stimamjúk, vön og alúðleg. Færð vart betra í USA. Útlit og annað allt sem skyldi. Flaggskip Daniel Boulud á ferð. Eitt sem hægt var að setja út á var, eins og margir klikka á, að um einnota pappaþurrkur var að ræða á salernum til að þerra hendur frekar en tau. Annars súper ánægður með staðinn, kvöldið og ferðina þangað.

Monday, March 24, 2008

saddur, saddur

Páskar í fullum gangi, í óða önn að háma í mig konfekteggið sem Vésteinn vinur minn færði mér. Góður vinur þar á ferð. Sollan átti ammæli í dag, fengum okkur snarl á ítalska staðnum hérna við hliðina bara tvö, svaka rómó.

Sunday, March 2, 2008

Juliette, B-burg

Franskur staður í hverfinu. Ágætur, ekkert magnaður á einn eða neinn hátt. Brönsj kannski gott þarna. Segjum ekki meir.

Sunday, February 24, 2008

DoKeiBi, B-burg

Kóreskt grill. Einfaldara innréttingar og sæmilega hallærislegur stíll á öllu, einkar viðeigandi fyrir kóreskt grill. Grill í hverju borði, álegg pantað, sjálfgrillað, ódýr bjór. Alveg eins og þetta á að vera. Starfsfólk næstum allt frá Kóreu, allir nema skrítan stelpan í Iron Maiden bolnum.

Alveg til í að fara aftur með hóp sem er í þannig stemmingu.

PT, B-burg

Ítalskur á föstudagskvöldi. Þjónar með hreim, hefðu alveg getað verið ítalskir. Matur góður, lýsing skemmtileg, stemming og tónlist fín. Hræðilegir barstólar bara til að sitja á. HRÆÐILEGIR. Ef ég fer aftur verður að muna að taka verkjalyf vegna baks áður en haldið er í matinn. Góður matur samt.

Saturday, February 16, 2008

Italian Village, Chicago


Síðasti dagurinn af dvöl minni hjá dómaranum í Chicago var í gær. Áhugaverð og lærdómsrík dvöl. Gott fólk þar á ferð.

Fór með vinnufélögum mínum í hádeiginu á Italian Village sem er elsti ítalski veitingastaðurinn í Chicago. Undarlegur staður. Hefði vel átt heima í skemmtigarði. Er á þremur hæðum, við fórum á efstu. Sú hæð er innréttuð og látin líta út eins og ítalskt þorp að kvöldi. Stjörnar málaðar og logandi í loftinu, allur pakkinn. Svo "takkí" að það var næstum orðið flott. Maturinn ómerkilegur. Fer aldrei sjálfviljugur þangað aftur en engin kvöld ef aðrir þangað vilja fara.

Chicago búið í bili. Borgin góð. Ætla aftur að sumri.

Thursday, February 14, 2008

West Wing

Það er ekki bara matur hér. Er í miðju kafi við að horfa á West Wing þáttaraðirnar. Fékk allar í einum pakka frá Amazon.com. Þáttur nr. 9 í seríu 2 er nokkuð áhugaverður. Ísland er nefnt á nafn svona eins og 4-5 sinnum og Reykjavík oftar, oftast þó sinfóníu hljómsveit Reykjavíkur sem forsetinn fór og horfði á í Kennedy Center (í þættinum það er). Strákurinn stoltur af þjóð sinni, það þarf lítið til að gleðja.

Avec, Chicago

Chicago. Veðrið í gær var ekki eins slæmt og það hafði verið undanfarna daga. Ákvað ég því að rölta úr vinnunni yfir í það sem þeira kalla "meatpacking district". Hugmyndin var að skoða aðeins hverfið og snæða svo á Avec. Hafði reynt að fara þangað áður með frúnni en biðin eftir borði of löng. 

Avec er lítill veitingastaður í ílöngu rými alklæddu viðarpanil. Kemur ótrúlega smekklega út. Smart staður mjög. Þá hefur hann fengið á sig orðspor fyrir að vera veitingastaður þar sem aðrir kokkar koma til að borða. Ég varð að fara og prófa.

Mætti á miðvikudagskvöldi á tíma sem íslenskir veitingastaðir hefðu ekki verið búnir að opna, þ.e. um klukkan hálf fimm. Þá var staðurinn búinn að vera opinn í klukkustund og þegar setið og snætt á þremur af fáum borðum. Staðurinn tekur ekki nema um fimtíu í sæti og þá meðtalin þau sem eru upp við langan stál barinn sem liggur eftir endilöngum staðnum. 

Pantaði chorizzio fylltar og beikonvafðar döðlur í forrétt. Fyrir minn smekk kom á óvart hversu gróphökkuð chorrizzoin var, hversu mikið kjöt var í þeim, hversu stórir bitarnir voru, og full mikið eldaðir. En bragðið var gott og nýbakað brauðið sem kom með alveg ljómandi. Þá kom focaccia (hvernig sem það er stafað) með spænskum osti og truffluolíu. Góð en samt svoldið meðlæti. Væri fínn hliðardiskur með döðlunum en ekki á eftir hvor öðru. Í eftirrétt fékk ég heimagert súkkulaði (þunnar plötur) með espresso. Kaffið var frábært og einfalt súkkulaðið vel gert. Með var drukkið rautt frá Andalúsíu. Staðurinn blandar saman spænskum og frönskum áhrifum vel. Stemmingin þar er góð.

Í heild litið; vel til í að fara aftur. Þetta var allt gott og verðið hóflegt. Einfaldlega strangari í orðum mínum þar sem orðspor staðarins gengur allt út á matinn. Maturinn er góður en ekki framúrskarandi.

Tuesday, February 12, 2008

Chicago Auto Show

Hundrað ára afmæli bílasýningarinnar í Chicago. Fór í gærkvöld eftir vinnu. Haldið í risa ráðstefnuhöll, og við erum að tala um R I S A. Sýningin var metnaðarfull. Margir framleiðendur að sýna heilu og hálfu línurnar sínar sem og það sem er í vændum. Slatti af því sem þeir kalla "concept" bíla. Fannst til að mynda gaman að labba í gegnum Toyotu sem hafði verið leiserskorin.

Gibson´s, Chicago

Kjötgæðingar borgarinnar hafa komið saman og gefið álit sigg á hinum fjölmörgu steikarstöðum sem er að finna í Chicago. Saman í fyrsta sæti urðu tveir staðir, annarsvegar Morton´s og hinsvegar Gibson´s. Gamaldags en sígild amerísk steikarveitingahús. Hafði áður þó nokkrum sinnum snætt á Morton´s í New York þannig að Gibson´s varð fyrir valinu.

Gibson´s er smekklega útlítandi, vel þjónað og vel staðsett veitingahús. Steikurnar stórar og valdar hráar af kjötbakka. En ég er væntanlega orðinn of góðu vanur. Bý svo gott sem við hlið Peter Luger í Brooklyn, og vissulega er hann bestur. Allavega í Ameríku. 

Chicagobitinn (er raunverulega kallaður það) sem ég fékk á Gibson´s var ekki nægjanlega skemmtilega fitudreifður og steikingin ekkert yfirbuurðar heldur. Bakaða kartaflan sem kom með var öðru nær, hún var framúrskarandi. Pantaði súkkulaðifrauðkökku í desert ásamt tvöföldum espresso. Fannst auglýst verð á súkkulaðifrauðkökunni í ríflegra lagi svona fyrirfram en það ódýrasta sem innihélt súkkulaði. Þjóninn varaði við að sneiðin væri ríkuleg, en hvað var hægt að gera, súkkulaði skal það vera eftir steik. "Sneiðin" kom - ó mæ ó mæ - þetta fjall af súkkulaðifrauði og heitri súkkulaðisósu var á stærð við körfubolta. Þjóninn skar sneið af "sneiðinni" og rétti mér á disk. Þá sá ekkert á upprunalegu sneiðinni. Náði með herkjum að klára það er mér hafði verið skammtað og tók því "sneiðina" mína með mér heim í boxi. Flutningakassa réttarasagt.

Sunday, February 3, 2008

Groundhog Day

Puxsutawney Phil sá skuggann sinn síðustu helgi, það verða sex vikur í viðbót af vetri. Þemað í Groundhog Day (einhverri bestu gamanmynd fyrr og síðar) og raunveruleikinn í miðvestur ríkjum Bandaríkjanna. Var að horfa á fréttirnar á ABC og NBC í Chicago og viti menn, báðar stöðvar sýndu frá þessum merka atburði fólk sem vissulega segist trúa á spágáfu dýrsins.

Wednesday, January 30, 2008

Tokyo Lunch Box, Chicago


Kominn, störf hafin við annan dómstól og því nauðsynlegt að skreppa í "lönsj". Tokyo Lunch Box er lítill japanskur staður í miðborg Chicago. Stappfullur af japönskum viðskiptamönnum í hádeiginu, sem er alltaf góðs viti.

Snæddi Udon núðlur og kaliforniarúllur. Nokkuð gott og kostaði ca. 500 ikr.

Saturday, January 19, 2008

The View, Lake Placid

Skruppum á skíði og þurftum auðvitað að borða. Útsýnið eins og staðurinn útleggst væntanlega á hinu ylkæra er staður sem ber nafn með réttu. Horfir yfir bakka Mirror Lake (systur vatn Lake Placid, NY) og fjallstinda þar í kring, í Adrondiack. 

Staðurinn er fine dining og farið var alla leið. Maturinn var góður, sérstaklega aðal og eftirréttir. Í aðal fékk ég steik en förunautur hörpuskel, bæði mjög gott. Vel þess virði, verð í sveitinni ekkert mikið lægra en á Manhattan en við máttum vel við þessu og nutum vel, gæti rétt eins hugsað mér að fara aftur. Væntanlega einhver besti veitingastaður á  þessum slóðum.

Sunday, January 13, 2008

Livorno, B-burg

Við erum komin aftur á heimaslóðir. Nýjasti staðurinn í hverfinu var prufaður í gærkvöld, svo nýr að ekki er komið vínveitingaleyfi og varla búið að leggja á borð þegar við mættum. Ítalskur staður er sagt.

Átum eins og við gátum en maturinn var ekkert spes, næstum vondur. Hugmyndin að baki ekkert slæm, bara útfærslan. Hráskinku bakki pantaður í forrétt, þurrar undarleg samblanda og brauð sem með kom var slæmt. Minnumst ekki einu sinni að kex draslið sem kom á undan forréttinum sem amuse. Aðal tók ég flatböku, nei takk, ekki aftur. Aðrir fóru í lambalegg, risa stór of soðinn og bragðlaus og enn annar réttur var fettutcini pasta sem var aðeins meira en al dente, ósoðið. Í desert var reynd eplabaka með ís sem var köld og slöpp; tiramisu sem var rjómakennt og risastór með ógeðslega útlítandi sósu til hliðar og loks kom sæmileg súkkulaðihentukaka sem hafði verið örbylgjuhitið. 

Niðurstaðan: haldið ykkur heima og panta frekar dominos heldur en þetta.
Join Zipcar and get $25 in free driving!