Tuesday, October 23, 2007

Blue Water Grill, aftur

Var boðið þangað núna. Þessu sinni betra borð, betri þjónusta, minni hávaði. Forréttir fínir, vín ágætt, grilluð túnfisksteik í aðal bara allt í lagi (það er hægt að gera svo miklu betra) en ísinn og kaffið á eftir var fínt. Best var að vinnuveitandinn borgaði.

Mortons, steakhouse

Fara nokkrum orðum um Mortons. Mortons er steikhúskeðja, komið þangað og borðið nokkrum sinnum. Skýrist allt af því að fyrst þegar ég fór var það í boði góðra manna og allt það besta og dýrasta valið í mat og drykk. Þetta setti tóninn og farið nokkrum sinnum síðan en aldrei verið jafn ánægður. Á milli hef ég einnig farið og borðað steik á svo mörgum öðrum stöðum í borginni að Mortons hefur fallið í skuggann. Mortons er ágætur, var þar á sunnudagaskvöld enn einu sinni, en ekki meira en það. Ekki það sem þýski vinur minn myndi kalla nægjanlega "priceworthy" i.e. færð jafn góða eða betri steik annarsstaðar fyrir minna verð. Eða miklu betri fyrir sama (sbr. Peter Luger). Er því hættur að fara á Mortons nema aðeins til að hitta fólk sem ekki fæst til að fara annað.

Sunnudagurinn var t.d. of mikið steikt steik á þurru brauði með lítilli bragðlausri bernaise sósu. Ekki nógu gott. Alls ekki nógu gott.

Saturday, October 20, 2007

Dressler

Gott að búa í góðu hverfi, hverfi þar sem stutt er að ganga í góðan mat og mismunandi staði. Í Brooklyn, NY, eru þrír matsölustaðir sem hlotið hafa hina vinsælu viðuurkenningu: Michelin stjörnu. Tveir þessara þriggja staða eru í stuttu göngufæri við núverandi dvalarstað. Báðir vel viðurkenningarinnar virði. Annar staðurinn er Peter Luger sem oft hefur verið fjallað um en hinn er Dressler.

Dressler er, ef eitthvað er, fjölbreyttari og betri veitingastaður. Það er betri þjónusta, fallegra um að litast, margbreyttara úrval rétta og vín sem og verð hæfilegra en hjá Pétri. Lugerinn er hinsvegar steikarstaður meðan Dressler er meira fyrir sjávarfang og annan mat. Svoldið eins og epli og appelsínur, bæði gott en ekki alveg sambærilegt, villt ekkert endilega epli þegar þig langar í appelsínu.

Fórum fjögur á Dressler um daginn, borðuðum vel og drukkum borguðum sem og værum þrjú á Manhattan stað. Það er gott, sérstaklega þegar maturinn er almennt betri en Manhattan staðir, ekki allir auðvitað en svona almennt. Akurhænan var afbragð sem og hörpuskelin af forréttunum. Af aðalréttum þá bar beikonvafður skötuselur af. Súfflesúkkulaði desertinn var hinsvegar ekkert stórkostlegur - mun ekki taka hann næst - en mun klárlega borða meira og oftar á Dressler.

Monday, October 15, 2007

Mesa Grill by Bobby Flay

Stutt, var að koma þaðan. Er suður þemað steikhús frá fyrrum stjörnu kokkinum Bobby Flay. Ljótir litir á innréttingum, hallandi borð og frekar hávært. Matur alveg ágætur en ekki mikið meira en það. Verð of hátt miðað við meðaltal af matnum. Smakkaði einhverja tvo forrétti: annar tómatsúpa með taco strimilum í, ekki þess virði; hinn taco bbq önd, næstum þess virði. Aðalréttur NY strip með þeirra steikarsósu og bakaðri kartöflu. Meðalsteik, meðalsósa. Peter Luger er svo miklu betri. Eftirréttur var súkkulaði mintu terta svokölluð, var aðallega súkkulaði frauð (of sætt) með mintu sem minnti of mikið á Mohito mintu, fljótandi eitthvað og ekki nógu sterk, var eins og að borða súkkulaði mojhito; skrítið en alveg ágætt.

Thursday, October 11, 2007

University Place

University Place er nafn á götu en ekki veitingastað eða annarslags fæðusölu. Varð að tilkynna þessa breytingu á fyrirsögnum, en það er tilgangur með henni. Átti einu sinni heima í grennd við þessa götu, vinn þar í námunda, labba hana oft, áttaði mig á að ég hef borðað á næstum öllum veitingastöðunum í götunni. Allavega þeim sem einhvern séns ættu að fá og sumir voru tæpir útlitslega séð, en engann þeirra bloggað um, ekki einn, undarlegt?

Ekki í neinni sérstakri röð eru þar meðal annars þessir veitingastaðir sem ég hef snætt á; og er tilbúinn að láta vella úr brunnum visku minnar um þá; ef þurfa þykir. Þeir eru ca nefndir:

Jack´s
Saigon Grill
Spice
Gray Dog Cafe
Japonica
Osso Buco
ónefnanlegur mexikanskur
ónefnalegur tælenskur
ónefnanlegur ítalskur
Dean & DeLuca (samlokur ofl.)
University Diner
Patsy´s (pizza)
ofl.

Svo sem ekkert magnaður listi en hann er gerður eftir stöpulu minni og taka verður eftir að University Place er ein stysta gata á Manhattan sem fundin verður.

Pierre Marcolini

Ekkert fengið að komast þangað nýlega, búinn með allt sem ég átti af því, farinn að dreyma um ljúffenga molana, áferð þeirra að innan sem utan, bragð, lykt - himneskir alveg. Ætla gera mér ferð í útibú meistarans á Park Avenue fljótlega, verst hvað góðgætið er á uppsprengdu verði hér í Ameríku miðað við í heimalandi hans, Belgíu. Þið heppin að því leiti sem heima eigið í Brussel.

Tuesday, October 9, 2007

Zenkichi

Japanskt Izekaya í Williamsburg. Nær algerlega andrúmsloftinu sem slíku fylgir, innréttingar, stíll, þjónusta allt eins og það á að vera. Matur vel ágætur Izekaya style. Fórum í Omikase á haust matseðilinn, vel ágætur en... það er ekkert Nomihodai! $5 per bjór og þeir fara fljótt þessir litlu influttu bjórar. Bjalla á borðinu eins og sannri Tokyo Izekaya sæmir þannig að aldrei þarf að örvænta að ekki náist samband við kurteisu þjónustustúlkuna. Vel til í að fara aftur en ekki Omikase, bara létt snakk með bjórnum, Izekaya heimsókn má ekki verða of dýr.

Sunday, October 7, 2007

Blue Water Grill

Sjávarréttarstaður við Union Square. Lifandi jass á laugardagskvöldum í kjallara. Átti að vera stemming mikil, endaði allt í lagi. Þjónustan undarleg og tókst að hella víni okkar í glös annarra á öðrum borðum. Matur sæmilegur. Ekki nógu gott samhengi milli verðs og gæða. Of dýr miðað við. Sumt gott, sumt meðal og annað bara alls ekki nógu gott. Ólíklegt að ég velji að gefa honum annan séns.

Balthazar

Franskur fílingur frá A-Z. Þeim tekst svo ágætlega að endurgera franska, jafnvel Parísar, (reyna að hljóma eins og ég viti eitthvað um það) bistró stemmingu, á þessum annars ágæta Soho restaurant. Kostir: staðurinn er flottur, ágætis matur, ágætis vín, brauðmeti og annað sem kemur úr bakaríinu þeirra er afbragð, stemming góð og mikil. Gallar: alltaf mikið að gera, alltof vinsæll og glymur í salnum. Samt vel þess virði staður að fara á.

Thursday, October 4, 2007

Fortunato Bros.

Ég er fíkill, frá því verður ekki komist. Einhverra hluta vegna fór ég að hugsa um kaffihús í hverfinu mínu sem er í eigu meðlima í skipulögðum glæpasamtökun, en ég fór að hugsa hvort bakkelsið þeirra væri raunverulega gott, hvort það væri ástæða fyrir því og fleiri í hverfinu héngu þar daglangt. Gat ekki hætt að hugsa um það þannig að ég fór og prófaði.

Kaffihús er kannski ekki réttasta orðið eða hugtakið, staðurinn selur vissulega kaffi, ágætan ítalskan espresso, en borðin eru fá og enginn hangir þar inni lengi, nema vinir eigandans. Hinsvegar koma margir og kaupa bakkelsi sem lagað er á staðnum og taka með. Þannig að ég ákvað að dvelja ekki lengi heldur taka það sem ég valdi úr borðinu og geta gætt mér á þar sem engin sá, enginn yrði móðgaður ef mér líkaði ekki. Valdi fjögur mismunandi sætabrauð, eða smákökur, allt eitthvað með fyllingu og skreytingu. Leit ágætlega út, var ódýrt og viti menn þrír af fjórum voru góðir. Ekki svo algengt í Ameríkunni. Það góðir að ég get vel hugsað mér að fara aftur, þrátt fyrir að eiga í hættu að "bræðurnir" taki mig fyrir vitlausan mann, lykti lögguna uppi. Allt í degi fíkils.

Buddakan

Asískt Fusion, hver er ekki til í það? Pakkað í fagrar umbúðir í hjarta kjötpökkunarhverfis stóra eplisins. Buddakan er einhver fallegasti asian fusion staður sem ég hef borðað á en er innihaldið sem umbúðir lofa?

Staðurinn er smart, það verður ekki af honum tekið. Aðal salurinn er virkilega flottur en eins og annarsstaðar eru fæstir það heppnir að fá að vera settir þar til borðs. Flestir borða í kringum hann uppi eða niðri. Engu að síður smekklegt en ekkert eins og aðalsalurinn. Þjónustan á að vera lipur á miðað við verðið á seðlinum en, ef eitthvað frekar slepjuleg. Það er þó mögulegt að kalt íslenskt hjartað þekki ekki muninn á lipurleika og slepjuleika í kananum eða?

Sat þarna um dainn í góðum hóp og allir átu á sig gat. Flestir sammála að flest hefði verið bragðgott en enginn sem kvartaði yfir því að maturinn væir of stórkostlegur. Það tók dágóðastund upphaflega að bíða eftir borði sem við áttum þegar pantað seint þannig að allir voru jú vel svangir og eitthvað mildaðir af drykkju áður en át hófst. Seðillinn bauð upp á það sem áður hafði verið lofað og var slatti prufaður. Ekkert stórkostlegt en ekki eins slæmt og margt er á Buddah Bar.

Sumsé í stuttu: allt í lagi matur í hærri kantinum fyrir gæði en sleppur vegna umbúða. Drykkir ágætir og vín mun betri í boði heldur en á Spice Market sem féll í áliti um daginn. Buddakan er hávær, dýr, miðlungs veitingastaður en er fallegur fullur af fallegu fólki.

Monday, October 1, 2007

Craftsteak

Mikið etið undanfarið og margt mun koma hingað en byrjum á gærkvöldi þar sem sem kjötið sundlar enn í blóðstreyminu ef ekki maganum.

Craftsteak er í eigu Tom Colicchio. Hann er yfirdómari Top Chef keppninnar og stjörnukokkur í NYC. Varð frægur af Gramercy Tavern og síðar þegar hann opnaði Craft. Craftsteak er steikarstaður hans í meatpacking hverfinu. Hel flottur staður, smart innréttaður, gríðarlegt úrval og massafín þjónusta.

Matseðillinn inniheldur næstum bara steik. Allskyns steik, frá allskyns búgörðum innan og utan US and A. Hægt er að fá mis gamla steik, mis eldaða og steik sem hefur fengið mismunandi að borða þ.e. að hægt er að velja milli "grass fed", "corn fed" og "wagyu". Steik, namm.

Forréttur, aðalréttur, eftirréttur vín á undan með og eftir. Kostaði sitt, enginn vafi en gott var það.

Vel góð þjónustan hóf leikinn á undan forréttum með að setja á borðið nýbakað brauð og kjúklingapate til að dífa í sem semi amuse. Forrétturinn minn var rækjukokteill sem mér þykir ávallt góð upphitun á undan steik. Þessi fær samt enga yfirburðardóma. Risarækjur á ís með "cokteil" sósu til hliðar. Fullt einfalt, full lítið til haft, full ekki rækju kokteill. Steikin var næst pöntuð medium rare 56 daga hangin. Smakkaði bæði medium rare og rare slíka. Medium rare var betri þar sem kjötið var vel feitt og þegar engin eldun hafði átt sér stað í miðju var fitan seig. 56 daga var vel ríkt af hengingunni, vel það sem við viljum kalla villibráðarbragð af rjúpunum en er auðvitað ekkert annað en þrái (meygla). Nammi gott. Lokin var súkkulaði suffle með mintuís og vanillusósu, stór desert, heitur og rennandi. Vel gott. Í heildina verulega gott.

Til að setja þetta í samhengi. Vel til í að fara aftur, staðurinn verulega smekklegur og þjónustan gríðarlega góð. Næst samt enginn rækjuforréttur og næst ekki minna steikt en medium rare og næst minna geymd steik eða wagyu. Næst aftur súkkulaði suffle. Muna að mun kosta sitt. Perspective - Peter Luger veitir betri steik á lægra verði en minna ambiance, minna annað og minni þjónustu.
Join Zipcar and get $25 in free driving!