Ég er fíkill, frá því verður ekki komist. Einhverra hluta vegna fór ég að hugsa um kaffihús í hverfinu mínu sem er í eigu meðlima í skipulögðum glæpasamtökun, en ég fór að hugsa hvort bakkelsið þeirra væri raunverulega gott, hvort það væri ástæða fyrir því og fleiri í hverfinu héngu þar daglangt. Gat ekki hætt að hugsa um það þannig að ég fór og prófaði.
Kaffihús er kannski ekki réttasta orðið eða hugtakið, staðurinn selur vissulega kaffi, ágætan ítalskan espresso, en borðin eru fá og enginn hangir þar inni lengi, nema vinir eigandans. Hinsvegar koma margir og kaupa bakkelsi sem lagað er á staðnum og taka með. Þannig að ég ákvað að dvelja ekki lengi heldur taka það sem ég valdi úr borðinu og geta gætt mér á þar sem engin sá, enginn yrði móðgaður ef mér líkaði ekki. Valdi fjögur mismunandi sætabrauð, eða smákökur, allt eitthvað með fyllingu og skreytingu. Leit ágætlega út, var ódýrt og viti menn þrír af fjórum voru góðir. Ekki svo algengt í Ameríkunni. Það góðir að ég get vel hugsað mér að fara aftur, þrátt fyrir að eiga í hættu að "bræðurnir" taki mig fyrir vitlausan mann, lykti lögguna uppi. Allt í degi fíkils.
Thursday, October 4, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
verður bara að fara að senda gestina þína þegar þeir koma í heimsókn til að draga úr fjölda heimsókna...
Post a Comment