Tuesday, October 9, 2007

Zenkichi

Japanskt Izekaya í Williamsburg. Nær algerlega andrúmsloftinu sem slíku fylgir, innréttingar, stíll, þjónusta allt eins og það á að vera. Matur vel ágætur Izekaya style. Fórum í Omikase á haust matseðilinn, vel ágætur en... það er ekkert Nomihodai! $5 per bjór og þeir fara fljótt þessir litlu influttu bjórar. Bjalla á borðinu eins og sannri Tokyo Izekaya sæmir þannig að aldrei þarf að örvænta að ekki náist samband við kurteisu þjónustustúlkuna. Vel til í að fara aftur en ekki Omikase, bara létt snakk með bjórnum, Izekaya heimsókn má ekki verða of dýr.

No comments:

Join Zipcar and get $25 in free driving!