Sunday, February 24, 2008

DoKeiBi, B-burg

Kóreskt grill. Einfaldara innréttingar og sæmilega hallærislegur stíll á öllu, einkar viðeigandi fyrir kóreskt grill. Grill í hverju borði, álegg pantað, sjálfgrillað, ódýr bjór. Alveg eins og þetta á að vera. Starfsfólk næstum allt frá Kóreu, allir nema skrítan stelpan í Iron Maiden bolnum.

Alveg til í að fara aftur með hóp sem er í þannig stemmingu.

PT, B-burg

Ítalskur á föstudagskvöldi. Þjónar með hreim, hefðu alveg getað verið ítalskir. Matur góður, lýsing skemmtileg, stemming og tónlist fín. Hræðilegir barstólar bara til að sitja á. HRÆÐILEGIR. Ef ég fer aftur verður að muna að taka verkjalyf vegna baks áður en haldið er í matinn. Góður matur samt.

Saturday, February 16, 2008

Italian Village, Chicago


Síðasti dagurinn af dvöl minni hjá dómaranum í Chicago var í gær. Áhugaverð og lærdómsrík dvöl. Gott fólk þar á ferð.

Fór með vinnufélögum mínum í hádeiginu á Italian Village sem er elsti ítalski veitingastaðurinn í Chicago. Undarlegur staður. Hefði vel átt heima í skemmtigarði. Er á þremur hæðum, við fórum á efstu. Sú hæð er innréttuð og látin líta út eins og ítalskt þorp að kvöldi. Stjörnar málaðar og logandi í loftinu, allur pakkinn. Svo "takkí" að það var næstum orðið flott. Maturinn ómerkilegur. Fer aldrei sjálfviljugur þangað aftur en engin kvöld ef aðrir þangað vilja fara.

Chicago búið í bili. Borgin góð. Ætla aftur að sumri.

Thursday, February 14, 2008

West Wing

Það er ekki bara matur hér. Er í miðju kafi við að horfa á West Wing þáttaraðirnar. Fékk allar í einum pakka frá Amazon.com. Þáttur nr. 9 í seríu 2 er nokkuð áhugaverður. Ísland er nefnt á nafn svona eins og 4-5 sinnum og Reykjavík oftar, oftast þó sinfóníu hljómsveit Reykjavíkur sem forsetinn fór og horfði á í Kennedy Center (í þættinum það er). Strákurinn stoltur af þjóð sinni, það þarf lítið til að gleðja.

Avec, Chicago

Chicago. Veðrið í gær var ekki eins slæmt og það hafði verið undanfarna daga. Ákvað ég því að rölta úr vinnunni yfir í það sem þeira kalla "meatpacking district". Hugmyndin var að skoða aðeins hverfið og snæða svo á Avec. Hafði reynt að fara þangað áður með frúnni en biðin eftir borði of löng. 

Avec er lítill veitingastaður í ílöngu rými alklæddu viðarpanil. Kemur ótrúlega smekklega út. Smart staður mjög. Þá hefur hann fengið á sig orðspor fyrir að vera veitingastaður þar sem aðrir kokkar koma til að borða. Ég varð að fara og prófa.

Mætti á miðvikudagskvöldi á tíma sem íslenskir veitingastaðir hefðu ekki verið búnir að opna, þ.e. um klukkan hálf fimm. Þá var staðurinn búinn að vera opinn í klukkustund og þegar setið og snætt á þremur af fáum borðum. Staðurinn tekur ekki nema um fimtíu í sæti og þá meðtalin þau sem eru upp við langan stál barinn sem liggur eftir endilöngum staðnum. 

Pantaði chorizzio fylltar og beikonvafðar döðlur í forrétt. Fyrir minn smekk kom á óvart hversu gróphökkuð chorrizzoin var, hversu mikið kjöt var í þeim, hversu stórir bitarnir voru, og full mikið eldaðir. En bragðið var gott og nýbakað brauðið sem kom með alveg ljómandi. Þá kom focaccia (hvernig sem það er stafað) með spænskum osti og truffluolíu. Góð en samt svoldið meðlæti. Væri fínn hliðardiskur með döðlunum en ekki á eftir hvor öðru. Í eftirrétt fékk ég heimagert súkkulaði (þunnar plötur) með espresso. Kaffið var frábært og einfalt súkkulaðið vel gert. Með var drukkið rautt frá Andalúsíu. Staðurinn blandar saman spænskum og frönskum áhrifum vel. Stemmingin þar er góð.

Í heild litið; vel til í að fara aftur. Þetta var allt gott og verðið hóflegt. Einfaldlega strangari í orðum mínum þar sem orðspor staðarins gengur allt út á matinn. Maturinn er góður en ekki framúrskarandi.

Tuesday, February 12, 2008

Chicago Auto Show

Hundrað ára afmæli bílasýningarinnar í Chicago. Fór í gærkvöld eftir vinnu. Haldið í risa ráðstefnuhöll, og við erum að tala um R I S A. Sýningin var metnaðarfull. Margir framleiðendur að sýna heilu og hálfu línurnar sínar sem og það sem er í vændum. Slatti af því sem þeir kalla "concept" bíla. Fannst til að mynda gaman að labba í gegnum Toyotu sem hafði verið leiserskorin.

Gibson´s, Chicago

Kjötgæðingar borgarinnar hafa komið saman og gefið álit sigg á hinum fjölmörgu steikarstöðum sem er að finna í Chicago. Saman í fyrsta sæti urðu tveir staðir, annarsvegar Morton´s og hinsvegar Gibson´s. Gamaldags en sígild amerísk steikarveitingahús. Hafði áður þó nokkrum sinnum snætt á Morton´s í New York þannig að Gibson´s varð fyrir valinu.

Gibson´s er smekklega útlítandi, vel þjónað og vel staðsett veitingahús. Steikurnar stórar og valdar hráar af kjötbakka. En ég er væntanlega orðinn of góðu vanur. Bý svo gott sem við hlið Peter Luger í Brooklyn, og vissulega er hann bestur. Allavega í Ameríku. 

Chicagobitinn (er raunverulega kallaður það) sem ég fékk á Gibson´s var ekki nægjanlega skemmtilega fitudreifður og steikingin ekkert yfirbuurðar heldur. Bakaða kartaflan sem kom með var öðru nær, hún var framúrskarandi. Pantaði súkkulaðifrauðkökku í desert ásamt tvöföldum espresso. Fannst auglýst verð á súkkulaðifrauðkökunni í ríflegra lagi svona fyrirfram en það ódýrasta sem innihélt súkkulaði. Þjóninn varaði við að sneiðin væri ríkuleg, en hvað var hægt að gera, súkkulaði skal það vera eftir steik. "Sneiðin" kom - ó mæ ó mæ - þetta fjall af súkkulaðifrauði og heitri súkkulaðisósu var á stærð við körfubolta. Þjóninn skar sneið af "sneiðinni" og rétti mér á disk. Þá sá ekkert á upprunalegu sneiðinni. Náði með herkjum að klára það er mér hafði verið skammtað og tók því "sneiðina" mína með mér heim í boxi. Flutningakassa réttarasagt.

Sunday, February 3, 2008

Groundhog Day

Puxsutawney Phil sá skuggann sinn síðustu helgi, það verða sex vikur í viðbót af vetri. Þemað í Groundhog Day (einhverri bestu gamanmynd fyrr og síðar) og raunveruleikinn í miðvestur ríkjum Bandaríkjanna. Var að horfa á fréttirnar á ABC og NBC í Chicago og viti menn, báðar stöðvar sýndu frá þessum merka atburði fólk sem vissulega segist trúa á spágáfu dýrsins.
Join Zipcar and get $25 in free driving!