Sunday, September 9, 2007

Perry St.

Áður hafði verið farið fáum orðum um staðinn á öðrum stað. Þau orð verða stuttlega endursögð hér sem fyrsta færsla. Hingað verða einnig færðar eldri færslur ef tími gefst til; hugmynd að matardagbók á netinu.

Perry St. er í eigu Jean Georges Vongerichten. Sá þykir afburðagóður kokkur og stjarna sem slíkur. Hann á og rekur meðal annars einnig Spice Market og Mercer Kitchen sem Bibendum hefur borðað á báðum. Góðir en ekkert yfirburðar. Perry St. á að vera ofar þeim í fæðukeðjunni og fór ég því uppfullur áhuga og góðra vona.

Staðsetning staðarins er ekkert sérstök. Hann er á jarðhæð í nýrri byggingu sem er vel en byggining veit út á West Side Highway og því ekkert út um annars stóra gluggana að sjá. Hönnuðurinn gerir upp fyrir það með afar skemmtilegum innréttingum og lýsingu. Hæst ánægður með útlit að innan.

Þjónustan lipur en ung. Drykkir bragðgóðir á undan mat. Undan forrétt var Bibendum færð amuse í líki jarðarberjagaspacho. Sætt, alltof sætt til að byrja en slapp með chilli kokteilnum sem undirritaður hafði kjánast í. Forréttur; einföld en ákaflega vel útfærð tómasúpa, kannski sú besta sem ég hef smakkað. Aðal; ástralskt lamb kryddað og kornlegið. Svo vel kryddað og eldað að ómögulegt var að kvarta undan því að þetta var ekki íslenskt villilamb, nammi gott. Eftir; sambland af köku og súkkulaðimousse með rifsberja sorbet ofaná. Gott en alls ekki yfirburðar. Eftir að P. Ong hætti störfum er sem eftirréttir hafi dalað hjá keðjunni - nema þetta sé tilvljun?

No comments:

Join Zipcar and get $25 in free driving!