Tuesday, October 23, 2007

Mortons, steakhouse

Fara nokkrum orðum um Mortons. Mortons er steikhúskeðja, komið þangað og borðið nokkrum sinnum. Skýrist allt af því að fyrst þegar ég fór var það í boði góðra manna og allt það besta og dýrasta valið í mat og drykk. Þetta setti tóninn og farið nokkrum sinnum síðan en aldrei verið jafn ánægður. Á milli hef ég einnig farið og borðað steik á svo mörgum öðrum stöðum í borginni að Mortons hefur fallið í skuggann. Mortons er ágætur, var þar á sunnudagaskvöld enn einu sinni, en ekki meira en það. Ekki það sem þýski vinur minn myndi kalla nægjanlega "priceworthy" i.e. færð jafn góða eða betri steik annarsstaðar fyrir minna verð. Eða miklu betri fyrir sama (sbr. Peter Luger). Er því hættur að fara á Mortons nema aðeins til að hitta fólk sem ekki fæst til að fara annað.

Sunnudagurinn var t.d. of mikið steikt steik á þurru brauði með lítilli bragðlausri bernaise sósu. Ekki nógu gott. Alls ekki nógu gott.

1 comment:

Guðmundurinn said...

Og bara sem svona smá "teaser" þá á undirritaður pantað borð á Peter Luger í kvöld. Sjáum hvort næst að blogga um það fyrir helgi, helgin byrjar í fyrrafallinu þessa vikuna, það er að segja í fyrramálið!

Join Zipcar and get $25 in free driving!