Sunday, May 4, 2008

Starbucks

Eins og allir ættu að vita framreiðir Starbucks afar slappt kaffi. Þó ekki beinlínis hægt að segja að það sé vont kaffi, heldur aðeins engann veginn gott kaffi. Engu að síður er hægt að ganga að því vísu að fá svona miðlungs kaffidrykk þar, alltaf og allsstaðar. Sjálfur reyni ég að forðast "Stjörnutarfinn", eins og Gunnar vinur minn kýs að kalla staðinn, nema þegar ég er einhversstaðar á framandi slóðum og sakna þess að fá ekki einu sinni miðlungsgott kaffi.

Mér er sagt að á suður Manhattan séu flestir Starbucks staðir á fermeter af nokkrum stað í heiminum. Örlítið austar við suður Manhattan er Williamsburg (B-burg) þar sem enginn slíkur staður er, augljóslega áfaklega gott hverfi. Næsta hverfi norðan við B-burg heitir Greenpoint og höfðu þau þar verið Starbucks laus þangað til fyrir um 2-3 mánuðum. Því þá kom þetta:




Það var vart búið að opna "Stjörnutarfinn" þegar verslanir í nágrenninu hengdu upp þetta:



Thursday, May 1, 2008

Frídagur verkalýðs

Ég varð að vinna í dag en borðaði ekkert sem er frásögum færandi. Ekki neitt gott undanfarið.
Join Zipcar and get $25 in free driving!