Friday, September 14, 2007

Burger King

Heimsfrægð eða dauði. Stundum þarf bara að borða. Bibendum mun ekki láta sem hann snæði bara á því fínasta og besta sem í boði er. Hann gerir það auðvitað þegar hann getur en allt þarf að prófast.

Burger King varð fyrir valinu. Fór að borðinu í mannlausu virki lágmenningarinnar á smá hæð með útsýn gegnum stóra glugga yfir stærstu útvistarverslun sem sést hefur, hvar sem er. Pantaður var Whopper og kaffi.

Whopperinn er eins og þið væntanlega öll vitið: stór með miklu grænmeti og litlu sem engu bragði. Þetta var étið og og kaffið tekið með. Hæli þeim fyrir tappann á kaffi bollanum, hann var sniðugur og virkaði vel á mikilli ferð síðar um nóttina. Kaffið var því miður ekki gott, samt betra en á McDonalds en meira um það síðar.

1 comment:

Guðmundurinn said...

Sama kvöld var stöðvað á McDonalds. Ostborgari og aukatómatssósa plús kaffi. Betra kaffi á B.K.

Bibendum

Join Zipcar and get $25 in free driving!