Sunday, September 23, 2007

Bistango

Ítalskur staður sem færir vel ágætan mat í vel sæmilega huggulegu umhverfi og vel sæmilega þjónustu fyrir viðráðanlegt verð. Gríðarlega priceworthy, kann því miður ekki íslenska hugtakið. Fyrir utan allt þetta þá sérhæfa þeir sig í að sinna fólki með mismunandi fæðuóþol. Því er hægt að fá t.d. gluten lausan mat, lactose lausan mat o.s.f.

Slíkt getur komið sér vel, fleiri en mann grunar sem haldnir eru hinum ýmsu fæðuóþolum og fátt meira pirrandi fyrir slíka en að geta ekki farið út að borða og fengið eitthvað sem þau geta ofan í sig látið. Systir mín t.d. getur ekki borðað gluten, hún var því glöð (held ég) þegar við fórum á þennan stað.

Bistango @ 415 Third Avenue

No comments:

Join Zipcar and get $25 in free driving!