Saturday, November 24, 2007

Heima í Billyburg

Þakkargjörðardagurinn var haldinn hátíðlegur þann 22. nóvember síðastliðinn. Undirritaður eldaði kalkún með öllu fyrir fimm. Hrikalega gott þótt ég segi sjálfur frá. Nammi namm.

Wednesday, November 21, 2007

Pierre Marcolini

Fór í uppáhaldsbúðina mína í dag, keypti fullt. Ekki búinn að bragða á því. Það bíður til morguns því þá er hinn stórfenglegi þakkargjörðardagur. En ég veit hvers skal vænta, aðeins þess besta, langbesta.

Monday, November 19, 2007

STK Steakhouse

Það kemur alltaf betur í ljós hvað Lugerinn er mikill afbrags- og yfirburðarstaður eftir því sem fleiri steikhús borgarinnar eru prufuð. Kíkti með góðum hóp á STK í kjötpökkunarhverfinu síðastliðið laugardagskvöld. Steikhúsið er meira skemmtistaður og minnir stemmingin þar alveg rosalega á Astró á sínum tíma - þegar það var og hét kjötmarkaðurinn. STK hinsvegar selur aðeins verulega miðlungs steikur á vænu verði. Eina sem stóð uppúr sem spes voru parmasantrufflufrönskurnar, nokkuð nettar en réttlæta ekki steikar endurkomu.

Les Halles

Enn einn stjörnukokkurinn fallinn. Maður er alltaf að sjá þetta lið á imbanum að rífa kjaft og rakka aðra niður en eru svo margir hverjir ekkert að reka neina sérstaka veitingastaði! Hvað er ég að tala um? Sjónvarpskokka eins og Bobby Flay, Morimoto og Anthony Bourdain. Reka allir veitingastaði sem mér hefur fundist vera aðeins og mikið um talað og ekkil eins mikið til komið, svona matarlega séð. Svo eru auðvitað aðrir stjörnu kokkar sem standa meira og betur undir nafni eins og Gordon Ramsey og Mario Battali, ekki að tala um þá kalla hér.

Anthony Bourdain rekur Les Halles.

Les Halles er franskt bistro að eigin sögn. Minnir töluvert á kaffibrennsluna síðan í denn mixaða saman með slettu af Hótel Borg á sama tíma en er hvorugt, svona útlitslega séð. Fór þangað í brunch, eitthvað sem þeir þykjast vera frægir fyrir, endaði voðalega miðlungs. Gott osta og skinku crepes en croissont þurrt og ekkert spes, nýkreistur appelsínusafinn eins og úr fernu, espresso bara la la, jamm jamm - ekkert að skara fram úr. Staðurinn gæti hinsvegar sómað sér sem besti bar, ætli það sé ekki þar sem hann skarar fram út, allir vita jú hvað eigandinn er drykkfelldur.

Saturday, November 10, 2007

Peter Luger

Búinn að fara þrisvar eða fjórum sinnum þangað undanfarið. Á pantað borð þar aftur í þessum mánuði. Það hlítur að vera eitthvað við staðinn annað en "hype" sem dregur mig aftur og aftur þangað.

Dýrlegar nautasteikur eldaðar á undursamlegan máta svo kjötið bráðnar í munni með einföldu meðlæti. Allamalla ég gæti farið vikulega þangað.
Join Zipcar and get $25 in free driving!