Thursday, October 11, 2007

University Place

University Place er nafn á götu en ekki veitingastað eða annarslags fæðusölu. Varð að tilkynna þessa breytingu á fyrirsögnum, en það er tilgangur með henni. Átti einu sinni heima í grennd við þessa götu, vinn þar í námunda, labba hana oft, áttaði mig á að ég hef borðað á næstum öllum veitingastöðunum í götunni. Allavega þeim sem einhvern séns ættu að fá og sumir voru tæpir útlitslega séð, en engann þeirra bloggað um, ekki einn, undarlegt?

Ekki í neinni sérstakri röð eru þar meðal annars þessir veitingastaðir sem ég hef snætt á; og er tilbúinn að láta vella úr brunnum visku minnar um þá; ef þurfa þykir. Þeir eru ca nefndir:

Jack´s
Saigon Grill
Spice
Gray Dog Cafe
Japonica
Osso Buco
ónefnanlegur mexikanskur
ónefnalegur tælenskur
ónefnanlegur ítalskur
Dean & DeLuca (samlokur ofl.)
University Diner
Patsy´s (pizza)
ofl.

Svo sem ekkert magnaður listi en hann er gerður eftir stöpulu minni og taka verður eftir að University Place er ein stysta gata á Manhattan sem fundin verður.

No comments:

Join Zipcar and get $25 in free driving!