Mikið etið undanfarið og margt mun koma hingað en byrjum á gærkvöldi þar sem sem kjötið sundlar enn í blóðstreyminu ef ekki maganum.
Craftsteak er í eigu Tom Colicchio. Hann er yfirdómari Top Chef keppninnar og stjörnukokkur í NYC. Varð frægur af Gramercy Tavern og síðar þegar hann opnaði Craft. Craftsteak er steikarstaður hans í meatpacking hverfinu. Hel flottur staður, smart innréttaður, gríðarlegt úrval og massafín þjónusta.
Matseðillinn inniheldur næstum bara steik. Allskyns steik, frá allskyns búgörðum innan og utan US and A. Hægt er að fá mis gamla steik, mis eldaða og steik sem hefur fengið mismunandi að borða þ.e. að hægt er að velja milli "grass fed", "corn fed" og "wagyu". Steik, namm.
Forréttur, aðalréttur, eftirréttur vín á undan með og eftir. Kostaði sitt, enginn vafi en gott var það.
Vel góð þjónustan hóf leikinn á undan forréttum með að setja á borðið nýbakað brauð og kjúklingapate til að dífa í sem semi amuse. Forrétturinn minn var rækjukokteill sem mér þykir ávallt góð upphitun á undan steik. Þessi fær samt enga yfirburðardóma. Risarækjur á ís með "cokteil" sósu til hliðar. Fullt einfalt, full lítið til haft, full ekki rækju kokteill. Steikin var næst pöntuð medium rare 56 daga hangin. Smakkaði bæði medium rare og rare slíka. Medium rare var betri þar sem kjötið var vel feitt og þegar engin eldun hafði átt sér stað í miðju var fitan seig. 56 daga var vel ríkt af hengingunni, vel það sem við viljum kalla villibráðarbragð af rjúpunum en er auðvitað ekkert annað en þrái (meygla). Nammi gott. Lokin var súkkulaði suffle með mintuís og vanillusósu, stór desert, heitur og rennandi. Vel gott. Í heildina verulega gott.
Til að setja þetta í samhengi. Vel til í að fara aftur, staðurinn verulega smekklegur og þjónustan gríðarlega góð. Næst samt enginn rækjuforréttur og næst ekki minna steikt en medium rare og næst minna geymd steik eða wagyu. Næst aftur súkkulaði suffle. Muna að mun kosta sitt. Perspective - Peter Luger veitir betri steik á lægra verði en minna ambiance, minna annað og minni þjónustu.
Monday, October 1, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment