Gott að búa í góðu hverfi, hverfi þar sem stutt er að ganga í góðan mat og mismunandi staði. Í Brooklyn, NY, eru þrír matsölustaðir sem hlotið hafa hina vinsælu viðuurkenningu: Michelin stjörnu. Tveir þessara þriggja staða eru í stuttu göngufæri við núverandi dvalarstað. Báðir vel viðurkenningarinnar virði. Annar staðurinn er Peter Luger sem oft hefur verið fjallað um en hinn er Dressler.
Dressler er, ef eitthvað er, fjölbreyttari og betri veitingastaður. Það er betri þjónusta, fallegra um að litast, margbreyttara úrval rétta og vín sem og verð hæfilegra en hjá Pétri. Lugerinn er hinsvegar steikarstaður meðan Dressler er meira fyrir sjávarfang og annan mat. Svoldið eins og epli og appelsínur, bæði gott en ekki alveg sambærilegt, villt ekkert endilega epli þegar þig langar í appelsínu.
Fórum fjögur á Dressler um daginn, borðuðum vel og drukkum borguðum sem og værum þrjú á Manhattan stað. Það er gott, sérstaklega þegar maturinn er almennt betri en Manhattan staðir, ekki allir auðvitað en svona almennt. Akurhænan var afbragð sem og hörpuskelin af forréttunum. Af aðalréttum þá bar beikonvafður skötuselur af. Súfflesúkkulaði desertinn var hinsvegar ekkert stórkostlegur - mun ekki taka hann næst - en mun klárlega borða meira og oftar á Dressler.
Saturday, October 20, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment