Thursday, February 14, 2008

Avec, Chicago

Chicago. Veðrið í gær var ekki eins slæmt og það hafði verið undanfarna daga. Ákvað ég því að rölta úr vinnunni yfir í það sem þeira kalla "meatpacking district". Hugmyndin var að skoða aðeins hverfið og snæða svo á Avec. Hafði reynt að fara þangað áður með frúnni en biðin eftir borði of löng. 

Avec er lítill veitingastaður í ílöngu rými alklæddu viðarpanil. Kemur ótrúlega smekklega út. Smart staður mjög. Þá hefur hann fengið á sig orðspor fyrir að vera veitingastaður þar sem aðrir kokkar koma til að borða. Ég varð að fara og prófa.

Mætti á miðvikudagskvöldi á tíma sem íslenskir veitingastaðir hefðu ekki verið búnir að opna, þ.e. um klukkan hálf fimm. Þá var staðurinn búinn að vera opinn í klukkustund og þegar setið og snætt á þremur af fáum borðum. Staðurinn tekur ekki nema um fimtíu í sæti og þá meðtalin þau sem eru upp við langan stál barinn sem liggur eftir endilöngum staðnum. 

Pantaði chorizzio fylltar og beikonvafðar döðlur í forrétt. Fyrir minn smekk kom á óvart hversu gróphökkuð chorrizzoin var, hversu mikið kjöt var í þeim, hversu stórir bitarnir voru, og full mikið eldaðir. En bragðið var gott og nýbakað brauðið sem kom með alveg ljómandi. Þá kom focaccia (hvernig sem það er stafað) með spænskum osti og truffluolíu. Góð en samt svoldið meðlæti. Væri fínn hliðardiskur með döðlunum en ekki á eftir hvor öðru. Í eftirrétt fékk ég heimagert súkkulaði (þunnar plötur) með espresso. Kaffið var frábært og einfalt súkkulaðið vel gert. Með var drukkið rautt frá Andalúsíu. Staðurinn blandar saman spænskum og frönskum áhrifum vel. Stemmingin þar er góð.

Í heild litið; vel til í að fara aftur. Þetta var allt gott og verðið hóflegt. Einfaldlega strangari í orðum mínum þar sem orðspor staðarins gengur allt út á matinn. Maturinn er góður en ekki framúrskarandi.

No comments:

Join Zipcar and get $25 in free driving!