Síðasti dagurinn af dvöl minni hjá dómaranum í Chicago var í gær. Áhugaverð og lærdómsrík dvöl. Gott fólk þar á ferð.
Fór með vinnufélögum mínum í hádeiginu á Italian Village sem er elsti ítalski veitingastaðurinn í Chicago. Undarlegur staður. Hefði vel átt heima í skemmtigarði. Er á þremur hæðum, við fórum á efstu. Sú hæð er innréttuð og látin líta út eins og ítalskt þorp að kvöldi. Stjörnar málaðar og logandi í loftinu, allur pakkinn. Svo "takkí" að það var næstum orðið flott. Maturinn ómerkilegur. Fer aldrei sjálfviljugur þangað aftur en engin kvöld ef aðrir þangað vilja fara.
Chicago búið í bili. Borgin góð. Ætla aftur að sumri.
No comments:
Post a Comment