Saturday, March 29, 2008

Daniel

Mjög góður staður, afbragðs alveg, næstum ef ekki yfirburðar. 

Frábærir kokteilar á undan, ljómandi bragðlaukaertandi snarl á undan forréttum, hún fékk sjávarrétta ravioli og hann þrennskonar hörpuskel, allt framúrskarandi, þá haldið í pipraðar laxamedalíur fyrir hana og lamb fyrir hann, lambið var frábært, laxinn skoskur og því hefði hann getað verið betri, eftir fór hún í rifsberjamarenssultufrauð meðan hann fór í súkkulaðipralínköku með kaffisúkkulaði ís, hennar ágætt, henni fannst það betra en honum, honum fannst sitt hinsvegar afbragð og yfirburðar á sama tíma, loks espresso og petit fours, espressoinn má betrumbæta en petit fours voru bragðgóðar, margar og fjölbreyttar.

Þjónustan var stimamjúk, vön og alúðleg. Færð vart betra í USA. Útlit og annað allt sem skyldi. Flaggskip Daniel Boulud á ferð. Eitt sem hægt var að setja út á var, eins og margir klikka á, að um einnota pappaþurrkur var að ræða á salernum til að þerra hendur frekar en tau. Annars súper ánægður með staðinn, kvöldið og ferðina þangað.

1 comment:

Solveig said...

hvenær förum við aftur;)??

Join Zipcar and get $25 in free driving!