Tuesday, February 12, 2008

Gibson´s, Chicago

Kjötgæðingar borgarinnar hafa komið saman og gefið álit sigg á hinum fjölmörgu steikarstöðum sem er að finna í Chicago. Saman í fyrsta sæti urðu tveir staðir, annarsvegar Morton´s og hinsvegar Gibson´s. Gamaldags en sígild amerísk steikarveitingahús. Hafði áður þó nokkrum sinnum snætt á Morton´s í New York þannig að Gibson´s varð fyrir valinu.

Gibson´s er smekklega útlítandi, vel þjónað og vel staðsett veitingahús. Steikurnar stórar og valdar hráar af kjötbakka. En ég er væntanlega orðinn of góðu vanur. Bý svo gott sem við hlið Peter Luger í Brooklyn, og vissulega er hann bestur. Allavega í Ameríku. 

Chicagobitinn (er raunverulega kallaður það) sem ég fékk á Gibson´s var ekki nægjanlega skemmtilega fitudreifður og steikingin ekkert yfirbuurðar heldur. Bakaða kartaflan sem kom með var öðru nær, hún var framúrskarandi. Pantaði súkkulaðifrauðkökku í desert ásamt tvöföldum espresso. Fannst auglýst verð á súkkulaðifrauðkökunni í ríflegra lagi svona fyrirfram en það ódýrasta sem innihélt súkkulaði. Þjóninn varaði við að sneiðin væri ríkuleg, en hvað var hægt að gera, súkkulaði skal það vera eftir steik. "Sneiðin" kom - ó mæ ó mæ - þetta fjall af súkkulaðifrauði og heitri súkkulaðisósu var á stærð við körfubolta. Þjóninn skar sneið af "sneiðinni" og rétti mér á disk. Þá sá ekkert á upprunalegu sneiðinni. Náði með herkjum að klára það er mér hafði verið skammtað og tók því "sneiðina" mína með mér heim í boxi. Flutningakassa réttarasagt.

2 comments:

Solveig said...

Á ekkert að blogga um gæðastaðinn sem við fórum á;)??? hehe

About us said...

Dj*full væri ég til í þessa "kökusneið"!!! ;)

Kv. Grétar frændi

Join Zipcar and get $25 in free driving!