Sunday, January 13, 2008

Livorno, B-burg

Við erum komin aftur á heimaslóðir. Nýjasti staðurinn í hverfinu var prufaður í gærkvöld, svo nýr að ekki er komið vínveitingaleyfi og varla búið að leggja á borð þegar við mættum. Ítalskur staður er sagt.

Átum eins og við gátum en maturinn var ekkert spes, næstum vondur. Hugmyndin að baki ekkert slæm, bara útfærslan. Hráskinku bakki pantaður í forrétt, þurrar undarleg samblanda og brauð sem með kom var slæmt. Minnumst ekki einu sinni að kex draslið sem kom á undan forréttinum sem amuse. Aðal tók ég flatböku, nei takk, ekki aftur. Aðrir fóru í lambalegg, risa stór of soðinn og bragðlaus og enn annar réttur var fettutcini pasta sem var aðeins meira en al dente, ósoðið. Í desert var reynd eplabaka með ís sem var köld og slöpp; tiramisu sem var rjómakennt og risastór með ógeðslega útlítandi sósu til hliðar og loks kom sæmileg súkkulaðihentukaka sem hafði verið örbylgjuhitið. 

Niðurstaðan: haldið ykkur heima og panta frekar dominos heldur en þetta.

No comments:

Join Zipcar and get $25 in free driving!